Ofurkúlur með súkkulaði og chia fræjum

Home / Hollara nammi / Ofurkúlur með súkkulaði og chia fræjum

Þessar kúlur eru sannkallaðar ofurkúlur en þær innihalda meðal annars chia fræ, haframjöl og möndlusmjör. Möndlusmjörið í þessa uppskrift fékk ég í Bónus frá Himneskt og fagna ég því mjög að geta loksins keypt það í almennum matvöruverslunum enda er ég farin að nota það mikið í bakstur. Það er hinsvegar einfalt að útbúa sitt eigið möndlusmjör fyrir þá sem hafa áhuga á því.

Kúlurnar eru mjúkar og svo ótrúlega bragðgóðar. Þær gefa góða næringu þegar löngunin í eitthvað sætt kemur yfir mann.  Einu sinni byrjað og þið getið ekki hætt….ég lofa!

IMG_0219 IMG_0225 IMG_0231 IMG_0235

Ofurkúlur með súkkulaði og chia fræjum
120 g möndlusmjör
100 g hunang
30 g kakó
1 tsk vanilludropar
hnífsoddur af sjávarsalti
90 g haframjöl
40 g chia fræ
40 g dökkir súkkulaðidropar (má sleppa)

  1. Látið möndlusmjör og hunang saman í pott og bræðið saman við lágan hita. Takið af hitanum og hrærið kakódufti, vanilludropum og salti vel saman við.
  2. Blandið haframjöli og chiafræum saman í skál. Hellið því næst súkkulaðiblöndunni í skálina og blandið þessu vel saman. Kælið örlítið.
  3. Bætið dökku súkkulaðidropunum saman við á þessu stigi ef þið ætlið að hafa þá og mótið í kúlur.
  4. Njótið þegar þið viljið og geymi í kæli í loftþéttum umbúðum

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.