Tortilla með nautakjöti, ananas- og jalapenossalsa

Home / Fljótlegt / Tortilla með nautakjöti, ananas- og jalapenossalsa

Þessi réttur er einfaldur í gerð og hreint út sagt ótrúlega bragðgóður. Nautakjötið er hér góð tilbreyting frá kjúklinginum sem oft tíðkast með tortillum og  ananas-jalapenossalsan setur svo algjörlega punktinn yfir i-ið. Frábær réttur sem kætir bragðlaukana og er tilvalinn í skemmtilegt matarboð!

2013-09-15 18.28.45 (1) - Copy

Tortilla með nautakjöti, ananas- og jalapenossalsa
Fyrir 4
800 g nautakjöt
12 tortillur

Marinering
½ búnt kóríander
4 jalapenos í sneiðum
1/2 rauðlaukur
1 hvítlauksrif
1 msk lime safi
1 msk ólífuolía
1 msk worcestershire sósa
2 tsk sjávarsalt
1 tsk pipar

  1. Látið öll hráefnin fyrir marineringuna í matvinnsluvél og blandið þeim vel saman. Leggið kjötið á disk og nuddið marineringunni vel inn í það. Látið plastfilmu yfir og marinerið í um klukkustund. Gerið ananas og jalapenossalsa á meðan.

Ananas- og jalapenossalsa
15 jalapenos í sneiðum
½ laukur
2 hvítlauksrif
240 ml kjúklingakraftur
200 g ananas, skorinn í litla bita
60 ml ólífuolía
2 tsk sjávarsalt

  1. Látið jalapenos, lauk, hvítlauk og kjúklingakraft saman í matvinnsluvél og blandið vel saman. Hellið blöndunni yfir á heita pönnu. Hrærið út í ananas, ólífuolíu og salti. Látið sjóða í 1 mínútu og hrærið reglulega i blöndunni.
  2. Hellið yfir í skál og leyfið henni að kólna áður en þið berið hana fram. Smakkið hana síðan til með salti.
  3. Grillið kjötið í ca. 4 mínútur á hvorri hlið. Látið það síðan standa í smá stund á skurðarbretti og skerið það síðan í munnbita.
  4. Berið nautakjötið á tortillu með ananas- og jalapenossósu, ásamt grænmeti að eigin vali.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.