Snúðar með súkkulaðifyllingu

Home / Brauð & samlokur / Snúðar með súkkulaðifyllingu

Himneskir snúðar með súkkulaðifyllingu sem bræða hjörtu og minna mig helst á gott sumar í París þar sem allir dagar byrja á nýbökuðu súkkulaðicroissant og góðum kaffibolla….ahhhhhh!

IMG_1043 IMG_1084-2 IMG_1088 IMG_1120 IMG_1123 IMG_1128

 

IMG_1189

Himneskir snúðar með súkkulaðifyllingu nýkomnir úr ofni 


Snúðar með súkkulaðifyllingu
Gerir um 18 stk
240 ml mjólk, volg
75 g smjör, brætt
60 g sykur
1 pakki þurrger
1 egg
1 tsk salt
500 g hveiti

Fylling
90 g smjör, brætt
100 g sykur
100 g púðusykur
1 1/2 msk kanill
180 g Konsum súkkulaði 56%, saxað

  1. Blandið saman volgri mjólk, smjöri og sykri. Stráið þurrgerinu yfir og leyfið að standa í um það bil 2 mínútur. Hnoðið eggi, salti og hveiti vel saman eða í um 5 mínútur.
  2. Látið deigið standa við stofuhita í olíusmurðri skál með plastfilmu þar til það hefur tvöfaldast í stærð eða í um það bil klukkustund.
  3. Fletjið því næst deigið vel út í ca. 35×60 cm ferning á hveitistráðu borði. Látið smjörið á deigið. Blandið sykri, kanil og súkkulaði saman og stráið því yfir smjörið. Rúllið deiginu þétt saman og skerið í ca. 18 bita. Setjið á smjörpappír og látið hefa sig í aðra klukkustund.
  4. Bakið í 170°c heitum ofni í um 20 mínútur eða þar til snúðarnir eru orðnir gylltir að lit.
  5. Munið að njóta :)

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.