Uppskriftin af þessum mjúku og bragðgóðu brauðbollum er svosem engin nýjung, þær hafa verið vinsælar í mörg ár og alltaf slegið í gegn. Það er því löngu orðið tímabært að þá fái sitt pláss hér á GulurRauðurGrænn&salt svo þið sem hafið ekki enn notið þeirra getið hér með gert það.
Kotasælubollur
550 g hveiti
150 g heilhveiti
1 tsk salt
1 tsk sykur
1 bréf þurrger
1/2 ltr mjólk
3 msk olía
lítil dós kotasæla
- Velgið mjólkina og setið sykur og þurrger út í og látið leysast upp. Leyfið blöndunni að kólna lítillega. Setjið þurrefnin út í og hnoðið deigið og bætið að lokum kotasælu og olíu saman við
- Látið deigið hefast í hálftíma og mótið bollurnar. Penslað með mjólk og fræjum að eigin vali stráð yfir (eins og t.d. graskers- eða semsamfræjum).
- Bakað við 200 gráðu hita í 20 til 25 mínútur.
Leave a Reply