Himneskur pastaréttur með risarækjum, pestó, chillí, hvítlauk og steinselju

Home / Fiskur / Himneskur pastaréttur með risarækjum, pestó, chillí, hvítlauk og steinselju

Helgarrétturinn er mættur í öllu sínu veldi en hér er á ferðinni frábær pastaréttur sem á vel við bæði þegar á að gera vel við sig á góðum degi sem og þegar halda skal matarboð eða stærri veislur. Pastarétturinn er ofur einfaldur í gerð og svo góður að þið sláið í gegn með þennan og það áreynslulaust. Með helgarréttinum gæðum við okkur svo á vel kældu Jacob’s Creek Classic hvítvíni frá Ástralíu.

IMG_5824

IMG_5820-2

 

Pasta með risarækjum, pestó, chillí, hvítlauk og steinselju.
fyrir 6 manns
600-700 g risarækjur, ég notaði risarækjur frá Sælkerafiski sem eru stórar og flottar
400-500 g pasta, t.d. tagliatelle

1 dós saxaðir tómatar í dós
1 rauðlaukar, skorinn í fína strimla
4 hvítlauksgeirar, maukaðir
2 msk rautt eða grænt pestó, td. frá Filippo Berio
1 msk rifinn parmesanostur
2 dl hvítvín
safi úr 1/2 sítrónu
2 msk söxuð steinselja
1 rauður chili, fínt saxaður (má sleppa)
svartur pipar
salt eftir smekk
 

  1. Setjið hvítlauk og lauk á pönnu með jómfrúarolíu og mýkja. Tómötum, hvítvíni, pestó og parmesanosti bætt við, piprað vel og soðið í ca. 2 mínútur. 1/2 sítróna kreist yfir. Sett til hliðar. (Það er hægt að geyma þetta í marga klukkutíma). 
  2. Pasta soðið og skelfiskur steiktur við góðan hita með smá ólífuolíu, t.d. risarækjur (með/án skel), hörpuskel, humar eða kræklingur. Þegar pastað er tilbúið er öllu blandað saman. Steinselju og chili stráð yfir að lokum. Borið fram með auka parmesan og hvítlauksbrauði.  Hægt er bæta við grænmeti, t.d. kúrbít eða papriku, eða nota aðrar kryddjurtir.

 Með þessum rétti mælum við með Jacob’s Creek hvítvíni.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.