Asískur kjúklingaréttur

Home / Fljótlegt / Asískur kjúklingaréttur

Það er alltaf ákveðið tilhlökkunarefni þegar að jólablöðin detta inn í hús, ég tala nú ekki um öll girnilegu matar- og eftirréttaruppskriftirnar sem að koma á þessum árstíma. Ég fékk þann heiður að vera á forsíðu Vikunnar í einu mest selda blaði Vikunnar, jólamatarblaðinu. Þar er GulurRauðurGrænn&salt, ásamt öðru flottu fólki, með tillögur að ótrúlega góðum jólamat. Ég mæli með því að þið látið þetta blað ekki fram hjá ykkur fara.

vikan

Enn eina ferðina er komið að okkar skemmtilega helgarrétti, tíminn flýgur svo sannarlega. Desember er mættur á svæðið og nú fer jólamaturinn að detta inn, en svo ótrúlega gott að geta samt haldið áfram að elda rétti sem einfalt er að henda í á mili þess sem maður borðar mat sem tengist jólunum.

Þennan asíska kjúklingarétt sá ég fyrir nokkru síðan á blogginu eazypeazymealz og linnti ekki látum fyrr en ég prufaði hann. Hann stóðst allar væntingar og eiginlega miklu meira en það og á heimilinu voru diskarnir sleiktir og það segir allt sem segja þarf. Með honum bárum við fram vel kælt J.P. Chenet medium sweet sem er gott og göfugt vín á flottu verði.

IMG_6342

IMG_6354+IMG_6376

Asískur sítrónukjúklingur
700 g kjúklingur, ég notaði úrbeinuð kjúklingalæri frá Rose Poultry
130 g hveiti (líka gott að nota kartöflumjöl)
120 ml grænmetisolía
salt og pipar
240 ml mjólk
1 tsk edik

Sítrónusósa
85 g hunang
110 g púðusykur
80 ml soyasósa, t.d. frá Blue Dragon
hnífsoddur chiliflögur (eða duft)
170 g ananaskurl í safa
240 ml sítrónusafi
1 tsk hvítlauksduft
2 msk eplaedik
börkur af 1 sítrónu, fínrifinn
1 tsk sesamfræ
sesamfræ

  1. Blandið saman öllum hráefnunum fyrir sósuna og hrærið þar til sykurinn hefur leyst upp. Hellið í gegnum sigti þannig að bara vökvinn verði eftir. Geymið.
  2. Skerið kjúklinginn í bita og þerrið af honum. Setjið hveiti á disk og saltið og piprið. Veltið kjúklinginum upp úr hveitiblöndunni.
  3. Þeytið mjólk, eggi og ediki lítillega saman og dýfið kjúklinginum í blönduna og síðan aftur í hveitiblönduna.
  4. Setjið olíu á pönnu og hitið vel. Steikið kjúklinginn upp úr olíunni þar til hann er farinn að brúnast og er fulleldaður.
  5. Takið af pönnunni og blandið saman við sítrónusósuna.
  6. Stráið sesamfræjum og vorlauk yfir kjúklinginn og berið fram með hrísgrjónum og hvítíni.

 Mælt með þessum rétti J.P. Chenet Medium sweet

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.