Þennan dásamlega kjúklingarétt eldaði ég fyrst fyrir um það bil 10 árum síðan og hefur alveg síðan þá ávallt staðið fyrir sínu. Réttinn er ekki aðeins sérstaklega einfalt og fljótlegt að gera en að auki bragðast hann eins og þið hafið staðið sveitt í eldhúsinu í langan tíma.
Marbella kjúklingaréttur
Fyrir 4-6
ca 1 kg úrbeinuð kjúklingalæri, t.d. frá Rose Poultry
6 hvítlauksrif, söxuð
2 msk þurrkað oregano
60 ml rauðvínsedik
60 ml ólífuolía
1/2 bolli steinlausar sveskjur
1/2 bolli grænar ólífur
1/4 bolli capers
3 lárviðarlauf
1/2 bolli púðursykur
120 ml hvítvín
1/2 búnt fersk steinselja, söxuð
Salt og pipar
- Blandið saman hvítlauk, oregano, ediki, ólífuolíu, sveskjum, ólífum, capers og lárviðarlaufum. Hellið yfir kjúklingabitana og látið marinerast í nokkra klukkutíma eða yfir nótt. Ef þið hafið ekki tíma má alveg sleppa því að marinera.
- Raðið kjúklingabitunum í eldfast mót og hellið marineringunni yfir. Dreifið sykrinum yfir kjúklingabitana og hellið hvítvíninu í kringum þá. Bakið við 175° í eina klukkustund og ausið soðinu reglulega yfir bitana. Takið úr ofni og stráið að lokum steinselju yfir allt. Gott er að bera réttinn fram með cous cous, salati og/eða góðu brauði.
Leave a Reply