Þetta brauð kemst klárlega inn á topp 5 listann yfir bestu brauðin. Dásamlega mjúkt og bragðgott fléttubrauð sem er ofureinfalt í gerð og vekur svo sannarlega lukku viðstaddra. Svo skemmir ekki fyrir hvað það verður fagurt!
Fléttubrauð
5 tsk þurrger
5 dl ylvolgt vatn, ekki meir en 37 gráður á celsíus
2 tsk salt
1 msk sykur
2 egg
4 msk matarolía
16 dl hveiti
- Leysið gerið upp í volgum vökvanum. Hærið það síðan upp. Næst eru eggin, sykurinn, olían og saltið sett út í. Hrærið vel saman þar til það kemur froða í vökvann. Hveitinu er síðan hrært smátt og smátt saman við vökvann. Látið lyftast í eina klukkustund á volgum stað.
- Takið nú deigið úr skálinni og hnoðið. Bætið hveiti við eftir þörfum. Skiptið deiginu síðan í þrjá hluta, rúllið í lengjur og fléttið lengjurnar. Látið hefast á hlýjum stað í um 30 mínútur.
- Penslið brauðið með eggi og setjið það því næst inn í 180°c heitan ofninn. Bakið í 35-40 mínútur eða þar til skorpan er orðin gullin.
Leave a Reply