Sumarleg bláberja- og sítrónukaka með glassúr

Home / Eftirréttir & ís / Sumarleg bláberja- og sítrónukaka með glassúr

Nú er liðið á seinni hluta sumars sem þýðir þó ekki að sumarið sé búið og um að gera að halda áfram að njóta alls þess sem okkar dásamlega land hefur upp á að bjóða.

Framundan er skemmtilegur tími berjatínslunnar sem gefur okkur íslendingum aftur kost á því að eignast fersk bláber í sæmilegu magni án þess að þurfa að gefa frá okkur annan handlegginn. Að því tilefni birti ég hér uppskrift af þessari dásamlegu köku sem er bæði sumarleg og fersk og mun svo sannarlega vekja lukku. Þegar uppskeran er búin má að sjálfsögðu nota frosin bláber, en hún er samt betri með þessum fersku. Gleðilega tínslu :)

IMG_0965

 

Bláberja og sítrónukaka með vanilluglassúr
250 g smjör, mjúkt
200 g sykur
60 ml safi úr ferskri sítrónu
2 msk sítrónubörkur, fínrifinn
1 tsk vanilludropar
1 tsk lyftiduft
klípa af salti
3 egg og 1 eggjarauða
220 g hveiti
150 g bláber, fersk

Glassúr
190 g flórsykur, sigtaður
2 msk smjör, brætt
2 tsk safi úr ferskri sítrónu
3-4 msk mjólk
klípa af salti

  1. Hrærið smjörið þar til mjúkt. Bætið sykri saman við og hrærið í 10 mínútur eða þar til þetta er orðið létt og ljóst. Bætið þá sítrónusafa, sítrónuberki, vanilludropum og salti saman við. Hrærið þar til allt hefur blandast vel saman. Bætið þá eggjum og eggjarauðunni saman við, einu í einu og hrærið á milli.
  2. Bætið því næst hveiti saman við og hrærið þar til það hefur rétt svo blandast saman við. Bætið þá bláberjunum varlega saman við deigið með sleif. Setjið deigið í smurt form og bakið í 60-70 mínútur (stingið prjóni í miðju kökunnar til að athuga hvort hún sé tilbúin).
    Látið kólna.
  3. Hrærið öllum hráefnum fyrir glassúrinn saman og hellið yfir kökuna.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.