Ofurnachos með sætkartöflum, bræddum mozzarella og öðru gúmmelaði

Home / Fljótlegt / Ofurnachos með sætkartöflum, bræddum mozzarella og öðru gúmmelaði

Einstaka sinnum smellur allt í eldhúsinu og útkoman verður eitthvað sem allir heimilismeðlimir eru sammála um að hafi verið fullkomið “success”. Það gerðist í þessu tilfelli með þessari uppskrift af þessu meinholla og ótrúlega ofurnachosi sem samanstendur af ofnbökuðum sætkartöflum, bræddum mozzarellaosti, toppað með blönduðu grænmeti og sýrðum rjóma.

Létt máltíð og Ó-SVO-GÓÐ sem ég mæli með í kvöldmatinn, sem snarli  eða hinum fullkomna saumaklúbbsrétti og þá mögulega með góðu rauðu- eða hvítvíni…ummmmmmm. Njótið!

IMG_2461
Þessi gullfallegu viðarbretti eru íslensk hönnun frá Meiðurdesign

IMG_2432
Svo ólýsanlega gott!

 

Ofurnachos með sætkartöflum og bræddum mozzarella
2-3 meðalstórar sætar kartöflur
1 msk ólífuolía
tacokrydd
1 dós pinto baunir (kidney beans), vökvi fjarlægður
mozzarellaostur, magn að eigin smekk
2 tómatar, saxaðir
jalapenosneiðar, magn að eigin smekk
3-4 vorlaukar, saxaðir
safi af 1 límónu
kóríander (má sleppa)

  1. Skrælið karöflurnar og skerið í þunnar sneiðar. Blandið ólífuolíunni saman við og kryddið með tacokryddi (hér er gott að setja olíu og krydd í plastpoka, bæta kartöflunum saman við og hrista vel). Raðið kartöflunum á ofnplötu með smjörpappír (tekur líklega 2 ofnplötur) og setjið í 200°c heitan ofn í um 15 mínútur. Snúið kartöflunum við og eldið í 5 mínútur í viðbót.
  2. Raðið því næst kartöflunum á eina plötu og setjið baunirnar og ost yfir og setjið í ofn í aðrar 5 mínútur.
  3. Blandið tómötum, jalapenos, vorlauk, límónusafa og kóríander saman í skál. Takið kartöflurnar úr ofninum og hellið blöndunni yfir kartöflurnar. Gott er að toppa þetta með avacado/guagamole og sýrðum rjóma.


Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.