Sænskt hrökkkex

Home / Brauð & samlokur / Sænskt hrökkkex

Hrökkkex eru í miklu uppáhaldi, enda í hollari kantinu og gott að eiga til að narta í yfir daginn. Ég rakst á þessa uppskrift af skemmtilegu sænsku hrökkkexi sem gaman er að bjóða upp á í saumaklúbbum eða í matarboðinu t.d. með súpu.

Ein hugmyndin er að rita nafn gestsins á kex viðkomandi með gaffli. Skemmtileg hugmynd svona í aðdraganda jólanna. Hvort sem þið gerið það eður ei að þá er hér á ferðinni frábær uppskrift.

hrökkkex

 

Girnileg og góð hrökkkex á sænska vísu.  Viskustykkið úr versluninni Snúran

Sænskt hrökkkex
Gerir 16 stk
1 pakki þurrger
480 ml vatn, volgt
½ tsk salt
1 msk anískrydd
350 g rúgmjöl
200 g hveiti

  1. Leysið gerið upp í vatninu. Bætið salti og anís saman við og síðan rúgmjöli og nægu hveiti til að deigið verði nægilega þykkt. Hnoðið í um 5 mínútur og skiptið því niður í 16 hluta. Látið hefast í um 40 mínútur undir röku viskustykki.
  2. Fletið kúlurnar út í þunna hringi, gerið gat í miðjunni. Notið vel af rúgmjöli þegar að deigið er flatt út.
  3. Stingið gat á deigið á nokkrum stöðum með gaffli.
  4. Bakið 1-2 í einu í 240°c heitum ofni í 2-4 mínútur. Þær eiga að brúnast en ekki brenna. Takið úr ofni og kælið.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.