Hráfæðibomba Helgu Gabríelu með vanillukaffikremi og saltri karamellu

Home / Fljótlegt / Hráfæðibomba Helgu Gabríelu með vanillukaffikremi og saltri karamellu

Hún Helga Gabríela er matgæðingur mikill og hefur áður verið gestabloggari hjá okkur með uppskrift af dásamlegri pizzu sem ég hvet ykkur til að prufa við tækifæri. Hér kemur hún með uppskrift að dásamlegri hráfæðiköku sem slær í gegn hjá þeim sem hana prufa.

hrafæðikaka2

hráfæði

Hráfæðibomba Helgu Gabríelu
Þetta er án efa uppáhálds hráfæðiskakan mín. Ég er búin að vera prufa mig áfram og er komin með hina fullkomnu uppskrift af súkkulaðiköku með vanillu kaffikremi og saltri karamellu.  Allt hráefnið í þessari uppskrift er lífrænt og heilsusamlegt. Dökkt kakó er td. fullt af andoxunarefnum og steinefnum. 

Botn
1 bolli hnetur
1 bolli mjúkar döðlur
2 mtsk lífrænt kakó
1/8 himalaya salt
1/4 tsk kanill

Setjið allt saman í matvinnsluvél og blandið vel. Þjappið deginu í eitt form eða fallegan kökudisk og geymið í kæli þar til kremið er tilbúið.

Vanillu- og kaffikrem
2 bollar kasjúhnetur
3 matskeiðar kakósmjör
1/4 bolli maple sýróp, eða dökkt agave/hunang
1/8 tsk himalaya salt
1/3 sterkt lífrænt mokka kaffi
fræ úr einni vaillustöng

Til að útbúa kremið, blandið öllum hráefnunum saman í matvinnsluvél eða blandara og setjið kremið ofan á botninn og inn í frysti meðan við út búum karamelluna.

Sölt karamella
1/2 bolli dökkt agave
2 mtsk möndlusmjör
1/4 tsk himalaya salt
Allt sett í blandara og blandað þar til silkimjúkt.

Tilvalið er að bræða smá lífrænt kakósmjör, bæta útí það dökku kakói og agave til að skreyta kökuna ásamt, karmellunni, goji eða ferskum berjum.

Geymið í kæli 1-2 klst, eða þar stil hún er orðin stíf. Síðan er gott að leyfa henni að standa í nokkrar mínutur áður en skorið er í hana, því þá verður hún mjúk og kremuð.

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.