Vegan “Baileys”

Home / Boozt & drykkir / Vegan “Baileys”

Baileys var alltaf í miklu uppáhaldi hjá eiginmanninum mínum áður en hann fékk mjólkuróþol. Þess vegna langaði mig endilega að prófa að gera mjólkurlausa útgáfu og hún heppnaðist heldur betur vel. Hann elskar þessa uppskrift og fullyrðir að þetta sé jafn gott og baileys sem maður kaupir.

Njótið vel.
Kveðja – Anna Rut.

vegan bail

Vegan “Baileys”

2 dósir af kóksmjólk, t.d. frá Blue dragon
½ bolli púðursykur eða kókospálmasykur
¾ bolli sterkt kaffi
¾ – 1 bolli Jameson whiskey eða Stroh romm (eða aðrar tegundir að eigin vali)
Salt af hnífsoddi

  1. Setjið kókosmjólkina og sykurinn í pott og látið sjóða saman við vægan hita í 8-10 mínútur og hrærið í á meðan.
  2. Takið pottinn af hellunni og hellið út í kaffinu og smá salti
  3. Hellið að lokum whiskey eða dökku rommi út í
  4. Setjið í lokað ílát og geymið í kæli. Þessi drykkur er frábær einn og sér með klökum, út í kaffi eða út á ís.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.