Raw lakkríssúkkulaði

Home / Fljótlegt / Raw lakkríssúkkulaði

Um helgina var mér boðið ásamt fleira góðu fólki á Kolabrautina í Hörpu þar sem við fengum að upplifa matargerð eins og hún gerist best. Þar hafði Gunnar Arnar Halldórsson matreiðslumeistari Kolabrautarinnar sett saman matseðil með fjórum réttum sem innihéldu allir LAKRIDS BY JOHAN BÜLOW.  

Réttirnir voru hver öðrum betri. Í forrétt fengum við grillað hvítkál með lakkrískrydduðu rúgbrauði, réttur kom svo dásamlega á óvart og skaust um leið beint á toppinn. Hver hefði getað ímyndað sér að hvítkál og lakkrís gætu átt svona vel saman. Steinselju Ravioli með lakkrísgljáa fylgdi því fast á eftir enn ein veislan fyrir bragðlaukana. Í aðallrétt var lakkrísgljáð andabringa með epla og parmesanpressu, svartrót og mjúkum kartöflum…..please come back!!!!! Kvöldinu lauk svo með mjólkurís og rauðrófumarengs.  Í raun algjör synd að þetta ævintýri hafi aðeins staðið yfir í eina helgi því þetta var upplifun sem fleiri hefðu viljað njóta, en hvet ykkur til að láta þennan lakkrísviðburð ekki fram hjá ykkur fara að ári. Dásamleg upplifun frá A til Ö.  Hrósið fær Gunnar Arnar Halldórsson fyrir frumlegan mat sem harmoniseraði svo fullkomlega saman. Myndir frá kvöldinu tók Ragnar Sverris og þær má sjá hér.

Eftir þetta kvöld langaði mig að taka lakkrísþemað lengra og uppskriftin sem hér birtist er af hollu lakkríssúkkulaði og í svo miklu uppáhaldi þessa dagana. Súkkulaðiðgrunnurinn kemur upprunarlega frá snillingnum Sollu á Gló en síðan er það hún Gyða Dís jógakennari sem hefur þróað hana áfram og ég nú gert að minni. Súkkulaðið er crunchy og lakkrísduftið setur svo punktinn yfir i-ið. Hér má bæta við því sem hugurinn girnist og jafnvel hafa ögn meira magn af lakkrísduftinu góða. Njótið vel.

Vörurnar LAKRIDS BY JOHAN BÜLOW fást í verslun Epal.

 

IMG_8194

 

Raw lakkríssúkkulaði
1 bolli kókosolía
1 bolli hreint kakóduft, t.d. lífrænt frá
½ bolli agave sýróp
Salt af hnífsoddi
2-4 tsk (eða meira) lakkrísduft frá Johan Burlow, fæst í Epal
2 msk kakósmjör
2 msk maca duft
1 msk hampfræ
¼ bolli gojiber

  1. Setjið kókosolíudósina í heitt vatn í stutta stund svo hún verði fljótandi. Hrærið síðan kókosolíu, kakó og agave saman í skál. Bætið hinum hráefnunum saman við.
  2. Setjið í form. Ég notaði brauðform með smjörpappír og skar síðan niður í bita, en það er líka gott að setja þetta í sílikonmót svo þetta verði fallegt konfekt.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.