Nú má ég til með að deila með ykkur uppskrift af dásamlegri karamellusósu með kókosbragði sem er bæði einföld og fljótleg í gerð. Sósan er fullkomin út á ísinn, til að dýfa eplum í eða jafnvel bara ein og sér. Sósan geymist í kæli í lofttæmdum umbúðum í alla að 7 daga og má hita upp í örbylgjuofni eða potti. Hér setur kókosmjólkin punktinn yfir i-ið í þessari heimagerðu karamellusósu sem þið verðið að prufa.
Karamellu kókossósa
170 g smjör
300 g púðusykur
2 msk vatn
¼ tsk salt
120 ml Blue dragon kókosmjólk
½ tsk kókosþykkni
1 tsk vanilludropar
- Setjið smjör, sykur, vatn og salt í pott og hitið við meðal hita og hrærið í þar til smjörið hefur bráðnað.
- Leyfið að sjóða í 5 mínútur og hrærið einstaka sinnum í blöndunni.
- Takið af hitanum og hrærið kókosmjólkinni ásamt vanilludropum og kókosþykkni saman við. Leyfið standa í um 10 mínútur eða þar til hún hefur þykknað. Smakkið til og bætið kókosþykkni við ef ykkur finnst það þurfa.
Leave a Reply