Mexíkóskur ostborgari með heimagerðu guagamole og tómatasalsa

Home / Kjöt / Mexíkóskur ostborgari með heimagerðu guagamole og tómatasalsa

Takið upp grillið, opnið bjórinn og útbúið þennan mexíkóska ostborgara með guagamole og tómatsalsa. Hann er ofureinfaldur í gerð þó svo að hráefnin séu nokkur og smellpassar með kartöflubátum eða nachos.

IMG_0331

 

Mexíkóskur ostborgari 
1 kg nautahakk
3 hvítlauksrif, smátt söxuð
45 g brauðmylsnur
1 egg
½ tsk kóríanderkrydd
½ tsk cumin (ath ekki kúmen)
½ tsk kanill
½ tsk negull
1 tsk paprikukrydd
salt og svartur pipar
ostsneiðar
6 hamborgarabrauð

Guacamole
3 mjúk avacado
safi úr ½ lime
salt og pipar

Tómatsalsa
3 mjúkir tómatar, saxaðir fínt
1 rauðlaukur, saxaður fínt
½ búnt steinselja, fínt söxuð
½ rautt chilí, fínt saxað (fjarlægið fræin ef þið viljið ekki hafa þetta spicy)
salt og pipar

  1. Gerið hamborgararna með því að blanda öllum hráefnum fyrir þá saman í skál og blandið vel saman. Mótið hamborgara út deiginu. Grillið eða steikið á pönnu og setjið ostinn á þegar þið steikið þá á hinni hliðinni og leyfið ostinum að bráðna.
  2. Gerið guacamole með því að setja avacado í skál ásamt límónusafa og saltið og piprið að eigin smekk.
  3. Gerið tómatsalsa með því að blanda öllum hráefnunum saman í skál. Setjið draumahamborgarann saman og njótið vel.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.