Nautasalat með sweet chillí-lime sósu

Home / Kjöt / Nautasalat með sweet chillí-lime sósu

Ég hef sagt það oft áður en tælensk matargerð er í miklu uppáhaldi og þá sérstaklega vegna þeirra staðreyndar að fersk hráefni eru þar ávallt í hávegum höfð. Þetta sumarlega Thai nautakjötssalat er ofboðslega hollt og gott og algjör óþarfi að rjúka út í búð og kaupa allt sem nefnt er í uppskriftinni. Það er auðvitað voðalega gott að hafa bæði ferska og myntu en það er ekki þörf á því. Hér er einmitt kjörið að nota það grænmeti sem er til í ísskápnum hverju sinni.

IMG_1473

Fallegur og bragðgóður kvöldmatur með einum ísköldum Pilsner Urquell

Asískt nautasalat með sweet chilí dressingu
Fyrir 4
5-600 g gott nautakjöt (150 g á mann), t.d. sirloin eða fillet
ca. 1-2 msk fiskisósa, t.d. fisk sauce frá Blue dragon
1 tsk olía
1 agúrka, skorin langsum
1 rauðlaukur, helmingaður og skorinn í þunnar sneiðar
4 vorlaukar, smátt skornir
24 kirsuberjatómatar, skornir í tvennt
1 pakki fersk mynta, söxuð
4 msk ferskt kóríander, saxað
1 poki Hollt og Gott salatblanda eða lífrænt spínat

Dressing
180 ml chilí sósa, t.d. Sweet chilli sauce frá Blue dragon
börkur af 2 límónum, rifinn fínt
2 tsk fiskisósa

  1. Nuddið steikina með fiskisósunni og kryddið með salti og pipar. Hitið olíu á pönnu og steikið í 2-3 mín á hvorri hlið eða þar til kjötið er eldað eins og ykkur líkar best. Leyfið kjötinu að standa í um 5 mínútur áður en það er skorið.
  2. Setjið salatblönduna, agúrku, rauðlauk, vorlauk, tómata, myntu og kóríander saman í skál ásamt kjötinu og safanum af kjötinu sem varð eftir á pönnunni.
  3. Gerið sósuna með því að hræra saman sweet chilí sósu og límónusafa. Hellið smá af sósunni yfir grænmetið og blandið vel saman. Berið afganginn af sósunni fram með salatinu. Ef ég á salthnetur finnst mér gott að saxa þær og bera þær fram í skál svo hver og einn geti stráð yfir salatið sitt.

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.