Ofneysla sykurs, markaðsöfl og áhrif. Hvert viljum við stefna?

Home / Eftirréttir & ís / Ofneysla sykurs, markaðsöfl og áhrif. Hvert viljum við stefna?

Á dögunum fór ég á ráðstefnu sem bar heitið Foodloose þar sem mataræði nútímamannsins og áhrif þess á lífsstílssjúkdóma var skoðað frá mörgum hliðum. Þar var fjallað um hvort vísindin sem við byggjum baráttu okkar gegn lífsstílssjúkdómum standi á sterkum grunni og þar af leiðandi hvort skilningur okkar á grunnforsendum í meðhöndlun þessara sjúkdóma sé réttur. Þá var fjallað um þau gífurleg áhrif sem ofneysla sykurs er að hafa á vestræn samfélög. Þetta var ein af athyglisverðari viðburðum sem ég hef farið á og eftir hann hef ég verið hugsi og langar að varpa fram nokkrum hugleiðingum sem sitja eftir.

Ofneysla sykurs
Gífurleg ofneysla sykurs og unnar matvöru er orðinn einn mesti heilsuskaðvaldur okkar í dag. Á ráðstefnunni voru skaðleg áhrif hans sett í samhengi við áhrif tóbaks. Þarna var fjallað um að þó vissulega geti einstaklingurinn tekið sig til og fjarlægt sykur úr sinu lífi að þá eru stærri hlutir sem spila inní eins og ótrúlegt aðgengi okkar að sykri og sterk markaðsöfl.

Aðgengi og skammtastærðir
Ef við veltum þessu fyrir okkur er sykri otað að okkur alla daga, allstaðar. Á sjúkrahúsum sem á að vera stofnun sem aðstoðar okkur við að ná heilsu þegar eitthvað bjátar að má finna gossjálfssala og sjoppu, sama gildir um afgreiðsluborðin í apótekunum. Í matvöruverslunum er sælgæti, gosdrykkir og unnar matvörur gífurlega stór hluti verslunarinnar. Skammtastærðirnar fara sífellt stækkandi, barnaís nú jafnast á við það sem stærsti ísinn var áður og pokarnir sem eru á sælgætisbörunum eru á stærð við innkaupapoka.

Varhugaverð markaðssetning
Markaðssetning sælgætis og sykraðara drykkja er öflug og beinist í mörgum tilfellum að börnum okkar og það af fullum krafti þar sem þær eru settar í skemmtilegan búning með teiknimyndafígúrum, lögum eða leikjum sem heilla börnin.

Íþróttahreyfingin
Þegar við skoðum markaðssetninguna með tilliti til íþróttahreyfingarinnar að þá er hægt að setja spurningamerki við margt þar. Á stórum viðburðum eins og Ólympíuleikunum eru Coca Cola og McDonald‘s helstu styrktaraðilar, en þeir eru jafnframt styrktaraðilar EM.  Það er ekki von að maður veltir maður því fyrir sér hvernig þetta sé á okkar litla landi, erum við að fara okkar eigin leiðir eða fylgjum við þessum straumum?

 

 

Því miður virðumst við að mörgu leiti, að minnsta kosti hvað boltaíþróttir varða, fara sömu leið og það er ekki annað hægt en að spyrja sig, hvað verður til þess að aðilar innan íþróttahreyfingarinnar velja þessa styrktaraðila….. Löglegt já líklega ennþá.  Siðlaust?

Allt sem við gerum hefur áhrif
Rannsóknir sem gerðar hafa verið á þessu málaflokki sýna fram á að styrktaraðilar hafi áhrif á val barnanna á þann hátt að þau eru líklegri til að velja þann kost sem sér um að styrkja þeirra félag heldur en aðra vöru. Niðurstöður rannsóknar sem gerð var í Nýja Sjálandi benda til þess að mikilvægt sé að stjórnvöld setji á löggjöf sem takmarkar aðilum sem framleiða óholla mat- og drykkjarvöru að styrkja íþróttafélög. Við getum ekki litið undan og sagt að þetta hafi ekki áhrif. Þetta er að hafa áhrif og ég held við getum öll verið sammála um það að þetta er á skjön við allt sem íþróttahreyfingin ætti að standa fyrir.

En hvað er hollt?
Skilgreiningarnar á því hvað telst hollt geta verið mismunandi og stöðugt eru að koma nýjar rannsóknir sem sýna fram á eitthvað nýtt og það er því ekkert skrítið að við verðum óörugg eða ringluð. Við megum einnig ekki gleyma því að einstaklingar eru mismunandi og það sem hentar einum hentar öðrum jafnvel ekki.  Hér verðum við að nota heilbrigða skynsemi og öll hljótum við að geta verið sammála um hollustugildi ferskrar matvöru.

Get Kids to Eat Vegetables

 

Hvað er til ráða?
Eins og var rætt um á ráðstefnunni er þetta miklu stærra og flóknara dæmi en við sem einstaklingar ráðum einir við og þar var tóbak tekið sem dæmi. Í raun gerðist lítið í þeim málum fyrr en stjórnvöld gripu inn í. Andstaðan var mikil í upphafi en ótrúlegir hlutir hafa gerst og nú þykir okkur sú hugsun að sitja inná veitingastað meðan reykt er á næsta borði galin. Hvað varðar sykurneyslu að þá þarf margt að gerast. Hér þarf að eiga sér stórkostleg hugarfarsbreyting sem ég kýs að líta á sem samvinnuverkefni.

Ég er þakklát fyrir að haft tækifæri til að setja þessa ráðstefnu og vil gera það sem ég get til að breyta viðhorfum okkar í rétta átt og vona að strax eftir ár getum við litið til baka og séð miklar breytingar á þessum málaflokki.

 

 

 

 

 

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.