Hafra- og kókoskökur sem ekki þarf að baka

Home / eggjalaust / Hafra- og kókoskökur sem ekki þarf að baka

Mikið sem það er gott að fá þriggja daga helgi. Er bara búin að hafa það dásamlegt og algjörlega búin að endurhlaða batteríin. Fékk tiltektaræði, sem gerist 1 sinni á öld hjá mér og því tók ég því fagnandi. Í gær fylgdist ég með vinkonum mínum næla sér í MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík og þvílík gleðistund sem það var. Í dag er svo dúllerí í eldhúsinu, elska það.  Uppskriftin af þessum girnilegu Hafra- og kókoskökum sem ekki þarf að baka er einföld og dásamlega bragðgóð og tilvalið að eiga svona kökur í frystinum þegar sætindaþörfin kemur yfir mann. Njótið dagsins kæru vinir.

 

IMG_2142

Hafra- og kókoskökur
80-100 g tröllahafrar, t.d. frá Himneskri Hollustu
80 g kókosflögur, t.d. frá Himneskri Hollustu
160 ml hunang
120 ml kókosolía, fljótandi
120 g möndlusmjör
1 msk hörfræ eða chia
2-3 tsk vanilludropar
6 msk hreint kakó

  1. Blandið saman höfrum og kókosflögum.
  2. Bræðið í potti, hunang, kókosolíu og möndlusmjör og hrærið stöðugt þar til blandan hefur bráðnað og blandast vel saman.
  3. Takið af hitanum og bætið hafra og kókosblöndunni saman við. Bætið því næst hörfræjum, vanilludropum, kakódufti og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman.
  4. Mótið í kökur og setjið í frysti í amk. 20 mínútur.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.