Ómótstæðilegt spínatlasagna á mettíma

Home / Fljótlegt / Ómótstæðilegt spínatlasagna á mettíma

Ef þið vilijð hollan, góðan og dásamlega fljótlegan rétt  með fáum hráefnum þá mæli ég með þessu spínatlasagna. Rétturinn tekur um 10 mínútur í gerð en gefur ekkert eftir í gæðum. Hér skiptir miklu máli að nota góða pastasósu, jafnvel heimatilbúna ef þið hafið tíma í það og ekki sakar að bera réttinn fram með góðu hvítvíni. Njótið vel.

 

IMG_4180

Sannkölluð veisla fyrir bragðlaukana

Spínatlasagna á mettíma
680 g tómatsósa, ég notaði pastasósu með basilíku frá Jamie Oliver
9 lasagnaplötur
450 g kotasæla
250 g mozzarellaostur, rifinn
450 g spínat, t.d. frá Hollt & Gott
1 búnt fersk basilíka, söxuð
30 g parmesanostur, rifinn

  1. Dreifið botnfylli af pastasósunni á botninn á lasagnamóti (t.d. 20×20 cm eða 23×23 cm).
  2. Raðið þremur lasagnaplötur yfir sósuna og setjið síðan helminginn af kotasælunni, helming af mozzarella, helminginn af spínati og smá af ferskri basilíku. Endurtakið og endið á lagi af pastasósu, lasagnaplötum og ríflegu magni af mozzarellaosti.
  3. Setjið í 175°c heitan ofn með álpappír yfir og eldið í um 20 mínútur. Takið síðan álpappírinn af og eldið í aðrar 10-15 mínútur eða þar til osturinn hefur bráðnað og er farinn að brúnast fallega. Berið fram með parmesanosti og ferskri basilíku.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.