Bleikur collagen boozt sem bætir allt!

Home / Boozt & drykkir / Bleikur collagen boozt sem bætir allt!

Mitt íslenska hjarta gleðst alltaf jafn mikið þegar að hugmyndaríkir og framkvæmdaglaðir einstaklingar taka af skarið og búa til einstaka vöru úr íslenskum afurðum eins og eigendur ANKRA FEEL ICELAND gerðu þegar þeir settu fyrirtækið sitt á laggirnar árið 2013 í kringum alveg nýja hugsun þegar kemur að heilbrigði húðar.

img_6018

Vörulína ANKRA-FEEL ICELAND er stórglæsileg og þarna mætast falleg hönnun og vörur unnar úr einstökum virkum efnum úr hafinu í kringum Ísland. Ekki einungis í hágæða húðvörum heldur einnig til inntöku, sem saman vinna bæði að innan sem og utan að bættu útliti og líðan.

Ein af spennandi vörum sem þau bjóða upp á er AMINO MARINE COLLAGEN sem er 100% hreint collagen unnið úr  íslensku fiskroði en Collagen er eitt aðal uppbyggingar prótein líkamans og er að finna í öllum liðum, liðamótum, vöðvum, sinum og beinum. Einnig er Collagen mjög stór partur af húð, hári og nöglum. Rannsóknir hafa sýnt fram á að með inntöku á Collagen próteini er hægt að minnka verki í liðum og draga verulega úr hrukkumyndun. AMINO MARINE COLLAGEN fæst í heilsubúðum og apótekum.

img_6396

Við gerðum þennan dásamlega holla og bragðgóða boozt með Collagen próteininu sem við getum ekki mælt nægilega með. Einn á dag og árangurinn mun ekki láta á standa og mun endurspeglast í betri líðan, fallegri húð, hári og nöglum.

 

img_6463

 

img_6471

Fallegur og bragðgóður

Bleikur collagen boozt með bætir allt!
Fyrir 2-3 glös
2 skeiðar AMINO MARINE COLLAGEN
250 ml vatn
2 lúkur spínat
2 lúkur hindber
4-6 cm engiferrót
safi úr hálfri sítrónu
1 msk kókosolía
1 msk hunang
klakar (má sleppa)

  1. Blandið 2 skeiðum af AMINO MARINE COLLAGEN saman við 50 ml af volgu vatni  og hrærið vel saman þar til duftið er að mestu uppleyst. Bætið því næst 200 ml af köldu vatni saman við.
  2. Setjið því næst öll hráefnin í blandara og bætið Collagen blöndunni saman við. Blandið vel saman og hellið í glös.

Allar vörur sem kynntar eru á vef GulurRauðurGrænn&salt eru vörur sem við höfum prófað og líkað vel og getum með góðri samvisku mælt með!

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.