Tagliatelle í parmaskinkurjóma

Home / Fljótlegt / Tagliatelle í parmaskinkurjóma

Uppskrift dagsins (okkur langar að segja uppskrift aldarinnar) er pastaréttur gerður úr fersku pasta frá ítalska fyrirtækinu RANA með parmaskinkurjóma og kirsuberjatómötum mýktum á pönnu sem er síðan velt upp úr balsamik ediki.

Þetta er sannkallaður veislumatur sem tekur einungis um 15 mínútur í gerð og slær svo sannarlega í gegn. Hægt er að leika sér með hvaða pastategund þið notið en hér varð tagliatelle fyrir valinu. Fleiri tegundir af pasta frá RANA má sjá hér.

 

img_6548

Einfaldur og yndislegur pastaréttur í parmaskinkurjóma

 

Tagliatelle í parmaskinkurjóma
fyrir 4
500 g tagliatelle frá RANA
8-10 sneiðar parmaskinka
1 poki rucola
1 box kirsuberjatómatar
1-2 msk balsamíkedik
250 ml rjómi
Pipar

  1. Raðið parmaskinkunni á ofnplötu með bökunarpappír og hitið í 200°c heitum ofni í um 5-6 mínútur.
  2. Takið úr ofni og skerið parmaskinkuna í munnbita. Hellið rjómanum í pott og bætið parmaskinkunni saman við. Leyfið að malla þar til rjóminn hefur þykknað örlítið.
    Stingið í tómatana með gaffli og skerið í tvennt. Setjið olíu á pönnu og steikið þá við meðalhita í 1-2 mínútur. Bætið balsamik olíu út á pönnuna og veltið tómötunum upp úr henni.  Steikið í 3-4 mínútur. Takið til hliðar og geymið.  Sjóðið pastað skv leiðbeiningum á pakkningu. Bætið pasta saman við parmaskinkurjómann, tómatana og klettasalat að eigin smekk. Blandið varlega saman og kryddið með pipar.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.