Veitingastaðurinn Lemon ætti að vera flestum íslendingum vel kunnugur en þar hefur verið boðið upp á sælkerasamlokur og ferska djúsa í fjöldamörg ár. Lemon er á þremur stöðum á höfuðborgarsvæðinu – Suðurlandsbraut 4, Laugavegi 56, Hjallahrauni Hafnarfirði og svo Hafnargötu 29, Reykjanesbæ…og auðvitað í öðru hverfi í París, 43 Rue des Petits Carreaux.

Lemon leggur mikla áherslu á ferskan, hollan og safaríkan mat úr besta mögulega hráefni hverju sinni og það var því sérstaklega ánægjulegt að fá að prufa nokkrar spennandi nýjungar af matseðli þeirra.

Það sem gerir samlokurnar á Lemon sérstakar að okkar mati eru þunna stökka brauðið sem þær koma í. Með samlokunum á Lemon er maður ekki að fylla sig af brauði heldur er þarna á ferðinni hæfilegt magn af stökkri dásemd og síðan er hún fyllt með girnilegri og bragðgóðri hollustu að eigin vali.

Meðal nýjunga á Lemon eru samlokurnar Spicy Vegan og Chickencurry. Spicy vegan var lengi í þróun og fullkomnuð fyrir kröfuharða vegan-sælkera sem hafa verið duglegir að biðja um vegan möguleika á matseðili á Lemon sem er nú loksins klár!

Chicken Curry hafði áður verið „seasonal“ samloka en þar sem hún fékk ótrúlegar viðtökur var ákveðið að setja hana sem fastan valkost á seðilinn. Chicken Curry kemur í eilítið öðruvísi brauði en Lemon kúnnar eiga að venjast eða í dásemdar naan-brauði. Samlokurnar brögðuðust báðar dásamlega svo vægt sé til orða tekið. Þunna og stökka brauðið sem Lemon gerir svo vel stendur alltaf fyrir sínu en einnig var naan brauðið stórfenglegt. Spicy samlokan nær góðum balance og rífur temmilega í bragðlaukana. Báðar samlokurnar voru báðar algjörlega frábærar.

Megum við kynna Lotta Love og Mr. Blonde

Með samlokunum brögðuðum við djúsana  Lotta Love og Mr. Blonde – tveir ferskir og frábærir djúsar sem henta vel með samlokunum.  Lotta Love er með mangó, spínati, engifer og grænu epli og Mr. Blonde er með mangó, myntu, sítrónu og epli.

 

Kjúklingasalat til að kippa með

Lemon er einnig byrjað að búa til sælkerasalöt sem mikill metnaður er lagður í. Við fengum að bragða á algjörlega frábæru salati sem inniheldur spínat, brokkólí, blómkál, sætar kartöflur og sellerírót. Með salatinu eru í boði þrjár dressingar að eigin vali pestó, spicy eða balsamic. Salötin fást tilbúin og því lítið mál að kippa þeim með sér – stútfull af góðri næringu og bragðast hreint út sagt dásamlega og dressingarnar settu klárlega punktinn yfir i-ið þó erfitt sé að gera upp á milli þeirra.

Kjúklingasalat með spínati og rótargrænmeti

 

Lemon býður upp á hollan skyndibita í formi samloku, sólskinsdjúsa, salöt og millimáls og gerir okkur auðvelt fyrir að grípa í eitthvað létt og gott að borða. Við mælum svo sannarlega með nýjungunum á matseðlinum hjá Lemon og hvetjum ykkur til að prufa salatið þeirra sem er algjör snilld!

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.