Ískaka með Baileys makkarónukurli

Home / Eftirréttir & ís / Ískaka með Baileys makkarónukurli

Fyrir þá sem elska einfalda eftirréttir og smá Baileys þá er þessi dásemdin ein. Hér eru makkarónur látnar liggja í Baileys í nokkra stund sem gefur ískökunni ljúfan karamellukeim. Ef kakan er ætluð börnum og þið viljið standa ykkur sæmilega í foreldrahlutverkinu, þá er hægt að skipta Baileys út fyrir súkkulaðimjólk. Ískakan er síðan toppuð með ferskum jarðaberjum og rjóma.

img_6725

 

Ískaka með Baileys makkarónukurli
2 l vanilluís
30 makkarónur
2 dl Baileys
200 g dökkt súkkulaði, saxað
2 dl rjómi
jarðaber

  1. Myljið makkarónurnar og hellið Baileys yfir þær. Látið standa í um 30 mínútur.
  2. Látið ísinn standa þar til hann er orðinn mjúkur, takið smá frá fyrir skraut í lokin en blandið afganginum saman við ísinn.
  3. Setjið helminginn af ísnum í smelluform og stráið baileys makkarónum yfir allt og endið á að setja hinn helminginn af ísnum yfir makkarónurnar.
  4. Geymið í frysti.
  5. Takið úr frysti og berið fram með þeyttum rjóma og jarðaberjum.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.