Gúrm avacado kjúklingasalat með eplabitum

Home / Fljótlegt / Gúrm avacado kjúklingasalat með eplabitum

Eftir jólin hafa sætindin fengið í einhverju magni að víkja fyrir meiri hollustu. Ekki veitir manni af góðri næringu í myrkrinu sem þó ert hægt og sígandi á undanhaldi. Uppskriftina af þessu kjúklingasalati með avacado og eplabitum rakst ég á síðu sem heitir simplyrecipes og geymir margar girnilega uppskriftir. Ég varð ekki fyrir vonbrigðum með þetta þvílíkt góðgæti. Þennan rétt er líka hægt að útfæra eftir stemmningu og borða það í salatvefju, á tortillu, sem meðlæti á brauð og hreinlega eitt og sér. Þið eigið eftir að elska þetta!

 

Allskonar heilsusamlegu gúmmelaði er hér blandað saman

One love á þessa dásemd

Avacado kjúklingasalat með eplabitum
1 bolli kjúklingur, elduð og smátt skorin (ég notaði bringur frá Rose Poultry)
1 þroskað avacado, stappað
1 epli, smátt skorið
1/4 bolli sellerý, smátt saxað
1/4 bolli rauðlaukur, smátt saxaður
2 msk kóríander eða steinselja, smátt saxað
2 tsk sítrónusafi
1/2 tsk sjávarsalt
nýmalaður pipar

  1. Setjið kjúkling, avacado, epli, sellerí og rauðlauk saman í skál og blandið vel saman.
  2. Bætið kóríander eða steinseljunni saman við ásamt sítrónusafa, salti og pipar. Smakkið til með salti og pipar og sítrónusafa. Einnig má bæta 1-2 tsk af ólífuolíu saman við.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.