Smjörböðuð nautasteik beint frá bónda og einföld bernaise sósa

Home / Helgarmaturinn / Smjörböðuð nautasteik beint frá bónda og einföld bernaise sósa

Nú þegar Valentínusardagurinn er á næsta leiti er ekki úr vegi að gera vel við sig…þá sjaldan segi ég og skrifa. Góð nautasteik og bernaise klikkar seint og tala nú ekki um þegar íslenska eðalsmjörið okkar spilar einnig stórt hlutverk.

Ég legg mikið upp úr því að nautakjötið sé í góðum gæðum, hér skiptir gott hráefni sköpum. Í Garði Eyjarfirði er nautgriparæktun sem selur kjöt beint til neytenda undir vörumerkinu nautakjot.is.   Þar eru nautin eru alin á mjólk fyrstu 80 dagana ásamt frjálsum aðgangi að heyi, kjarnfóðri og vatni. Eftir það eru þeir aldir á heyi og frjálsum aðgangi að Maski sem er korn sem fellur til við bruggun á bjór hjá Vífilfelli á Akureyri. Kjötið er með því betra sem ég hef bragðað.

Nautakjötið er pantað á síðunni nautakjot.is og er keyrt heim að dyrum hvert sem er á landinu án kostnaðar. Hægt er að skoða þá pakka sem eru í boði hér.

 

Smjörböðuð nautasteik

Með nautakjötinu bárum við fram ADOBE Carmenere Reserva sem er lífrænt ræktað rauðvín frá Chile. Þetta er ungt vín, gott og kröftugt sem smellpassar með kjúklingi, svínakjöti og nauti en líka bara frábær eitt og sér.  Frábær kaup í þessu.

 

 

 

 

ADOBE er fábært rauðvín sem smellpassar með steikinni

Smjörböðuð nautasteik
4-6 nautasteikur, t.d. Rib eye
300 g smjör, brætt
salt og pipar
hvítlauksgeiri
1 grein rósmarín
Einföld bernaise
250 gr smjör
250 gr smjörlíki
5 eggjarauður
2 eggjahvítur
1 tsk Béarnais-essence
1 tsk kjötkraftur
hnífsoddur estragon
fersk steinselja, fínsöxuð

  1. Saltið og piprið steikurnar og dreipið smá olíu yfir það. Hitið steikarpönnu yfir miðlungs hita ásamt olíu. Setjið steikurnar á pönnuna og eldið í um 5 mínútur þar til það hefur brætt ágætis magn af fitunni. Setjið á hina hliðina og eldið í um 5 mínútur.
  2. Hellið því næst bræddu smjörinu út á pönnuna ásamt rósmaríngrein og hvítlauk. Stráið salti yfir og baðið í smjör í lágmark 6 mínútur. Veltið kjötinu stöðugt upp úr smjörinu.
  3. Takið upp úr og kryddið með salti og pipar og steikið á pönnu til að hita kjötið í um 3 mínútur.
  4. Gerið bernaise sósuna. Bræðið smjörið og smjörlíkið í potti.
    Pískið saman egg, kjötkraft og estragon í vatnsbaði þar til það verður eins og þykk froða.
  5. Bætið ylvolgu (ekki of heitu) smjörinu/smjörlíkinu varlega út í smátt og smátt og pískið á milli, alls ekki of hratt því þá skilur blandan sig. Salt og vatn úr blöndunni fellur sjálfkrafa á botninn og því mikilvægt að fleyta aðeins ofan af með ausu þegar setja á blönduna í sósukönnu (ekki hella).
  6. Bragðbætið með essence eftir smekk rétt áður en borið er fram og hrærið fínsaxaðri ferskri steinselju saman við.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.