Kaka með karamelluhnetutoppi

Home / Kökur & smákökur / Kaka með karamelluhnetutoppi

Hér er á ferðinni frábær kaka með að ég held danskan uppruna sem gerir þessa fínu helgi enn betri. Kakan er einföld í gerð og fersk með dásemdar karamelluhnetutoppi.

 

Kaka með karamelluhnetutoppi
140 g smjör, bráðið
125 g flórsykur
2 egg
125 g hveiti
1 tsk lyftiduft
1 sítróna
3 msk rjómi

Hnetutoppur
100 g smjör
125 g heslihnetur, saxaðar gróft
75 g möndlur, saxaðar gróft
1 1/2 msk hveiti
75 g ljós púðusykur (eða hrásykur/eða venjulegur)
2 msk rjómi
100 g Nóa Síríus suðusúkkulaði

  1. Hrærið flórsykur og egg saman og bætið bræddu smjöri, rjóma, hveiti og lyftidufti saman við.
  2. Fínrífið börkinn af sítrónunni í deigið og kreystið safann úr sítónunni og hellið í deigið.
    Setjið deigið í smurt from og bakið í 180°c heitum ofni í 20 mínútur.
  3. Gerið hnetutoppinn á meðan og setjið öll hráefnin í pott að frátöldu súkkulaðinu og bræðið saman við vægan hita. Takið kökuna úr ofninu og stillið hitann á 230°c.
  4. Hellið hnetutoppinum yfir kökuna og bakið í um 6-8 mínútur en varist að karamellan brenni.
  5. Takið úr ofninum og kælið. Bræðið því næst súkkulaðið og penslið hliðarnar með súkkulaðinu.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.