Aloha kjúklingur

Home / Kjúklingur / Aloha kjúklingur

Þessi uppskrift fer nú eins og eldur um sinu um netheimana enda er hér um að ræða kjúklingarétt sem er algjör veisla fyrir bragðlaukana. Það er gott að gefa sér smá tíma í marineringuna og leyfa jafnvel kjúklinginum að liggja í henni yfir nótt. En ef tíminn er af skornum skammti þá bara eins lengi og þið hafið tök á. Grillið kjúkling og ananans og stráið vorlauk yfir allt og berið fram með hrísgrjónum og góðu salati.

Það er svo gaman að deila því með ykkur að Aloha þýðir ekki einungis halló og bless heldur er raunverulega merking Alhoa ást, friður og samhygð. Orðið á að nota sparlega og ætti að koma frá hjartanu þar sem það er merking þess – einlægni hjartans.

 

Hversu girnilegt!

Aloha kjúklingur
240 ml ananassafi
180 ml tómatsósa
120 ml soya sósa, t.d. frá Blue Dragon
100 g púðursykur
2-3 hvítlaukrif, pressuð
1 msk maukað engifer, t.d. Minched ginger frá Blue Dragon
450 g kjúklingabringur, t.d. frá Rose Poultry
1 ananas, skorinn í sneiðar og þær helmingaðar
1 tsk olía
vorlaukur, til skreytingar

  1. Gerið marineringuna með því að blanda ananassafa, tómatsósu, soyasósu, púðursykri, hvítlauk og engifer og blanda öllu vel saman. Leggið kjúklinginn í maringeringuna og látið marinerast í þrjár klukkustundir eða fyrir nótt (ef tíminn leyfir).
  2. Grillið kjúklinginn við háan hita á grillpönnu eða útigrilli. Penslið með marineringunni. Grillið í um 8 mínútur á hvorri hlið eða þar til hann er eldaður í gegn.
  3. Veltið ananassneiðum upp úr olíunni og grillið í um 2 mínútur.
  4. Berið kjúklingabringurnar fram með ananas og skreytið með vorlauk.

 

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.