Geggjað grænmetis Korma

Home / Fljótlegt / Geggjað grænmetis Korma

VÁ VÁ VÁ hvað þessi grænmetis Korma réttur er mikil snilld. Ég hef prufað þá marga góða en þessi er að mínu mati sá allra besti. Snilldin við þennan rétt er að hér er í raun hægt að nota það grænmeti sem til er í ísskápnum og því gott til að koma í veg fyrir óþarfa matarsóun. Rétturinn er mjög einfaldur í gerð þó hráefnin séu nú fleiri en vanarlega.  Fyrir þá sem vilja gera hann enn matarmeiri er lítið mál að bæta kjúklingi saman við.

Uppskriftin kemur af uppskriftarsíðunni My heart beats og vakti þar stórkostlega lukku og skal engan undra. Ég mæli svo sannarlega með að þið prufið þennan rétt og vitið til hann mun slá í gegn!

 

 

Réttur í miklu uppáhaldi

Grænmetis Korma
4 bollar blandað grænmeti, saxað (t.d. paprikur, brokkoli, gulrætur)
2 bollar kartöflur, skornar í teninga

Karrýmauk
2 msk smjör
1/2 tsk cumin fræ (ath ekki kúmen)
2 laukar, gróflega saxaðir
4 hvítlauksrif, söxuð
5 cm engiferbiti, gróflega saxaður
1-2 chilí
1 tómatur
1 tsk salt
1 tsk kóríander krydd
1 tsk papriku krydd
1/2 tsk chili krydd
1/2 tsk turmeric
1/2 tsk garam masala
1/4 tsk kardimommu krydd
1/2 bolli kasjúhnetur
1 1/2 bolli vatn

Kurl
1 msk smjör
1/4 bolli rúsínur (ljósar)
1/4 bolli kasjúhnetur
1/2 bolli kókosmjólk kæld, t.d. frá Coconut milk frá Blue dragon
kóríander, ferskt (má sleppa)

  1. Undirbúið grænmetið. Hitið vatn að suðu og bætið niðurskornum kartöflum út í. Setjið lok ´pottinn og látið sjóð í um 5 mínútur. Bætið því næst grænmetinu saman við. Setjið lokið aftur á og látið sjóða í aðrar 5 mínútur. Takið úr pottinum og geymið í skál.
  2. Gerið karrýmaukið. Byrjið á því að hita 2 msk af smjöri í potti við meðalhita.
  3. Bætið cumin fræjum, hrærið lítillega í þeim og bætið síðan lauknum saman við. Steikið þar til laukurinn mýkist.
  4. Bætið þá hvítlauk, engifer, chilí, tómatnum og kryddum saman við. Steikið í nokkrar mínútur og bætið því næst kasjúhnetum saman við.
  5. Kælið og setjið því næst í matvinnsluvél ásamt vatninu og maukið.
  6. Hellið karrýmaukinu í pottinn og hitið við lágan hita og bætið því næst grænmetinu saman við.
  7. Hitið að lokum 1 msk af smjöri og bætið rúsínum og kasjúhnetum saman við. Hrærið í nokkrar mínútur og bætið þessu síðan saman við grænmetið.
  8. Opnið kælda kókosmjólk og takið efsta lagið (þykka hlutann) af kókosmjólkinni og bætið saman við. Ekki nota fitusnauða kókosmjólk. Blandið vel saman og hitið í nokkrar mínútur og berið að lokum fram með söxuðum kasjúhnetum, kóríander og hrísgrjónum.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.