Klístraðir kanisnúðar

Home / Bröns / Klístraðir kanisnúðar

Hér er á ferðinni uppskrift að frábærum og vel klístruðum kanilsnúðum sem vekja ávallt mikla lukku!

Klístraðir kanilsnúðar
12 g (1 poki) þurrger
1 dl mjólk
1 msk sykur
1/2 tsk salt
1 egg
100 g smjör, mjúkt
300 g hveiti

Fylling
150 g smör, mjúkt
150 g púðusykur
1 1/2 tsk kanill
1/4 tsk múskat

  1. Hitið mjólkina þar til hún er fingurvolg. Hellið í skál og stráið gerinu yfir. Látið standa í nokkrar mínútur og leysast upp. Hrærið því næst salti og sykri saman við og því næst eggjum.
  2. Blandið hveiti og smjöri saman og hnoðið vel. Þegar það hefur blandast vel saman bætið því saman við hin hráefnin.  Hnoðið vel. Látið hefast í 1- 1 1/2 klst við stofuhita eða þar til það hefur tvöfaldast í stærð.
  3. Blandið smjöri, sykri, kanil og múskat saman.
  4. Fletjið deigið í ferning (ca. 20 x 40 cm). Stráið fyllingunni yfir og rúllið upp. Skerið í um 12 stk og setjið í form með smá bil á milli snúðanna. Látið hefast í aðrar 30 mínútur og bakið síðan í 175°c heitum ofni í um 20 mínútur. Fylgist vel með að sykurinn brenni ekki. Berið t.d. fram með hlynsýrópi.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.