Geggjuð ídýfa með rjómaosti og Tabasco

Home / Fljótlegt / Geggjuð ídýfa með rjómaosti og Tabasco

Hér er á ferðinni sérstaklega góð ídýfa sem hentar vel með öllu því grænmeti sem ykkur dettur í hug. Í þessari uppskrift er leynivopnið Tabasco jalapeno sósa og miðar uppskriftin við milda til miðlungssterka sósu. Fyrir þá sem það vilja má gera hana bragðmeiri og bæta örlítið meira af sósunni í ídýfuna. Verið óhrædd að smakka hana til. Mælum með þessari – grænmetið klárast fljótt.

 

Image result for TABASCO® brand Green Jalapeno Pepper Sauce

 

 

 

Geggjuð grænmetisídýfa með rjómaosti og Tabasco
200 g Philadelphia rjómaostur
2 hvítlauksrif, pressuð
4-6 tsk Green Jalapeno TABASCO
2 msk fersk steinselja, söxuð
salt og pipar

  1. Blandið öllum hráefnunum saman og hrærið vel.
  2. Smakkið til og bætið við Tabasco sósu ef þið óskið þess að hafa hana bragðmeiri.
  3. Berið fram með niðurskornu grænmeti að eigin vali eins og papriku, sellerí, agúrku eða gulrótum.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.