Súkkulaðikaka með Dumle fyllingu og karamellukremi

Home / Kökur & smákökur / Súkkulaðikaka með Dumle fyllingu og karamellukremi

Algjörlega ómótstæðileg súkkulaðikaka með Dumle fyllingu og karamellukremi sem er sérstaklega einföld í gerð. Kökuna má gera fram í tímann og frysta með kreminu á sem gerir allt svo miklu einfaldara. Hér er á ferðinni nýtt uppáhald sem slær í gegn við fyrsta bita!

Karamellufyllt súkkulaðikaka með karamellukremi…algjör draumur

Dumle súkkulaðikaka með karamellukremi
150 g smjör
100 g dökkt súkkulaði
120 g (1 poki) Dumle
4 egg
2 1/2 dl sykur
1 tsk vanilluduft
2 1/2 dl hveiti

Dumle Karamellukrem
2 msk rjómi
120 g (1 poki) Dumle
100 g smjör, við stofuhita
4-5 dl flórsykur

Bræðið smjör, súkkulaði og Dumle karamellur saman í potti við lágan hita. Hærið þar til allt hefur blandast vel saman. Takið af hellunni og kælið lítillega.
Hrærið egg og sykur vel saman. Hellið því næst volgri súkkulaðiblöndunni saman við og hrærið stöðugt á meðan.
Sigtið hveiti og vanillusykri saman við og hrærið vel þar til deigið er orðið kekkjalaust.
Smyrjið 30×22 cm form eða spreyið með PAM olíu.  Hellið deiginu í formið og bakið við 175°c heitan ofn í um 25 mínútur. Kælið kökuna áður en karamellukremið er sett á.

Gerið karamellukremið með því að setja rjóma og karamellur í pott og bræða saman við lágan hita. Takið síðan af hellunni og kælið lítillega.
Hrærið smjörið þar til það er orðið létt og ljóst og hellið þá karamellublöndunni saman við. Hrærið flórsykri saman við þar til þykktin er orðin eins og þið óskið (ath þið þurfið ekki að nota allan flórsykurinn). Þegar kakan hefur kólnað smyrjið þá karamellukreminu á hana. Borðið og njótið.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.