Chillí tómatsúpa

Home / Fljótlegt / Chillí tómatsúpa

Það er alltof langt síðan við komum með uppskrift af girnilegri ilmandi súpu og ekki seinna vænna en að bæta úr því. Þessi súpa kemur úr smiðju snillingsins Jamie Oliver sem ætti að vera flestum kunnugur. Hér notast hann við geggjaða tómata og chilli pastasósu sem er úr vörulínu hans og þroskaða tómata og úr verður ekta tómatsúpa með mildu chillíbragði. Þess má geta að Krónan er þessa dagana með góðan afslátt af öllum vörum frá Jamie Oliver og tilvalið að nýta þér það. Chillí tómatsúpan er ofureinföld í gerð og vís til að slá í gegn. Njótið!

 

 

Chilí tómatsúpa
Fyrir 4-6
1 krukka Tómata og chilli pastasósa frá Jamie Oliver
1 laukur, gróflega saxaður
1 hvítlauksrif, gróflega skorið
1 gulraut, gróflega skorin
1 búnt ferskt kóríander, laufin tekin af og stilkarnir saxaðir
ólífuolía, t.d. Jamie Oliver Olive oil
750 g þroskaðir tómatar
1 l kjúklingasoð
sjávarsalt og pipar
sýrður rjómi

  1. Setjið lauk, hvítlauk, gulrót og stilka af kóríander í pott ásamt góðum slurki af ólífuolíu. Látið malla í pottinum í um 10 mínútur og hrærið reglulega í.
  2. Sjóðið vatn og látið tómatana í sjóðandi vatnið í eina til tvær mínútur. Takið þá úr vatninu og látið kalt  vatn renna á þá. Takið hýðið af þeim og hendið því en saxið tómatana gróflega. Bætið í pottinn ásamt soðinu og pastasósunni. Látið malla í aðrar 20 mínútur með lokinu á.
  3. Maukið súpuna með töfrasprota eða látið í matvinnsluvél. Hellið aftur í pottinn og hitið.
  4. Hellið í skálar og berið fram með sýrðum rjóma, söxuðum kóríanderlaufum og mögulega söxuðu chillí fyrir þá allra hörðustu.

    *Færsla unninn í samráði við Krónuna.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.