Ferskt ávaxtasalat með avacado og chia jógúrtsósu

Home / Eftirréttir & ís / Ferskt ávaxtasalat með avacado og chia jógúrtsósu

Eftirréttir geta líka verið næringarríkir og hollir – gleymum því ekki! Hér er einn slíkur á ferðinni og dásamlega bragðgóður að auki. Ferskt og ljúffengt ávaxtasalat þar sem avacado kemur skemmtilega á óvart og chia jógúrtsósan setur svo punktinn yfir i-ið. Rétturinn kemur úr matreiðslubók GulurRauðurGrænn&salt – Fljótlegir réttir fyrir sælkera sem kom út árið 2015. Bókin er svotil uppseld en þó má finna einstaka bók hér og þar um bæinn eins til dæmis hér.

Frábært og ferskt sumarsalat

 

Ferskt ávaxtasalat með avacado og chia jógúrtsósu
Fyrir 4
1 mangó
1 appelsína
1 greip
1 lítil askja jarðaber
1 avacado
safi úr ½ sítrónu
60 g grísk jógúrt
2 msk vanilludropar
30 g chia fræ

  1. Skerið ávextina í teninga og setjið í skál.
  2. Blandið jógúrtsósuna með því að hræra saman gríska jógúrt, sítrónusafa, vanilludropum og chiafræjum.
  3. Hellið yfir ávextina og berið fram kalt.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.