Geggjað grískt kartöflusalat

Home / Fljótlegt / Geggjað grískt kartöflusalat

Frábært kartöflusalat hentar fullkomlega yfir sumartímann með hvaða mat sem er. Ekki verra ef hann er grillaður.

Geggjað grískt salat

Grískt kartöflusalat
900 g kartöflur
sjávarsalt
100 g svartar ólífur
150 g kirsuberjatómatar
70 g fetaostur, mulinn

Dressing
2 msk sítrónusafi
1 msk oregano
1/2 tsk sjávarsalt
1/2 tsk svartur pipar
60 ml extra virgin ólífuolía, t.d. frá Filippo Berio

  1. Afhýðið kartöflurnar og skerið niður í bita og sjóðið í potti þar til þær eru farnar að mýkjast en ekki mauksoðnar. Takið vatnið frá og skolið kartöflurnar með köldu vatni.
  2. Setjið kartöflurnar í skál ásamt ólívum, kirsuberjatómötum og fetaosti. Saltið.
  3. Gerið dressinguna með því að hræra saman sítrónusafa, oregano,salti og pipar. Hrærið saman og hellið ólífuolíunni smátt og smátt saman við og hrærið allan tíman þar til dressingin hefur blandast vel saman. Hellið dressingunni yfir salatið, magn eftir smekk.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.