Grillaður eftirréttur með karamellusúkkulaði, berjum og sykurpúðum

Home / Eftirréttir & ís / Grillaður eftirréttur með karamellusúkkulaði, berjum og sykurpúðum

Á dögum var haldinn grillkeppni Krónunnar þar sem ég keppti á móti Hjálmari Erni grínista og Snapchat meistara. Við skemmtum okkur stórkostlega við að töfra fram fordrykk, aðallrétt og eftirrétt og Hjálmar stóð sig frábærlega þó svo hann hafi verið mjög hógvær varðandi hæfileika sína í eldhúsinu sem reyndust svo bara hreint afbragð. Það er aldrei að vita nema við blikkum hann til að gefa lesendum GRGS sína bestu uppskrift en þangað til hvet ég ykkur til að fylgjast með honum á snappinu undir hjalmarorn110 og lofa mikilli gleði.

 

GRGS eftirrétturinn sló í gegn hjá dómurum og tilvalið að birta uppskriftina hér enda eru margir eflaust þessa dagana að leita af gúrm eftirrétti í útileguna. Uppskriftin er ofureinföld og eftirrétturinn einn sá besti sem við höfum bragðað.

Þvílíkt gúrm!

 

Það má gera þennan hollari með fleiri berjum, dökku súkkulaði og hnetukurli

 

 

 

Grillaður eftirréttur með súkkulaðikaramellu, sykurpúðum og berjum
1 box ísform
1 poki karamellur, t.d. Dumle karamellur
100 g súkkulaði
1 poki sykurpúðar, litlir
1 askja fersk ber að eigin vali, t.d. hindber, brómber eða jarðaber
álpappír

  1. Skerið karamellusúkkulaði og berin niður í minni bita.
  2. Setjið sykurpúða í botninn á ísformi og látið karamellur, súkkulaði og ber sitt á hvað þar yfir þar til ísformið er orðið vel fullt.
  3. Pakkið í álfilmu og setjið á grill í 5-10 mínútur eða þar til allt er farið að bráðna lítillega. Fylgist vel með að þetta brenni ekki við.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.