Jógúrtkaka með berjafyllingu

Home / Fljótlegt / Jógúrtkaka með berjafyllingu

Nú er tilvalið að skella sér í berjaleiðangur og nota uppskeruna í þessa dásamlega mjúku jógúrtköku sem þið munið elska. Fyrir þá sem ekki hafa tök á því þá skellið þið ykkur einfaldlega út í búð og græjið berin fersk eða frosin – valið er ykkar. Njótið vel.

Dásamleg jógúrtkaka með berjablöndu

 

Jógúrtkaka með berjafyllingu
Fyrir 6-8

8 eggjarauður
75 g sykur
125 ml mjólk
400 g vanillujógúrt
150 g frosin berjablanda

  1. Hrærið eggjarauður og sykur saman þar til blandan er orðin létt og ljós og tiltölulega þykk.
  2. Hitið mjólkina þar til hún er næstum því farin að sjóða. Hellið mjólkinni smátt og smátt saman og hrærið á meðan.
  3. Hrærið að lokum jógúrt saman við.
  4. Hellið blöndunni síðan í ofnfast mót og hellið berjunum yfir allt.
  5. Setjið mótið í uppháa bökunarplötu og hellið heitu vatni þannig að það nái rúmlega helming að mótinu. Setjið 160°c heitan ofn og bakið í 20-25 mínútur eða þar til skorpan er farin að stökkna en kakan er enn mjúk í miðjunni.
  6. Berið fram volga með ís eða rjóma.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.