Thai chilí kjúklingapottréttur

Home / Fljótlegt / Thai chilí kjúklingapottréttur

Við elskum svona rétti þar sem öll hráefnin fara í einn pott og fá að malla í dágóða stund. Svo elsku við líka tælenskan mat. Með þessum tælenska chilí kjúklingapottrétti náum við að sameina þetta tvennt og útkoman er hreint út sagt dásamleg.

Hinn fullkomni haustréttur

 

Thai chilí kjúklingapottréttur
900 g kjúklingur, t.d. kjúklingalæri frá Rose Poultry
3 msk sæt chilísósa
1/2 dl sojasósa, t.d. Blue dragon dark soy sauce
3/4 dl tómatsósa
3/4 dl púðusykur
2 msk hoisinsósa, t.d. Hoisin sauce frá Blue dragon
1 msk ólífuolía
2 msk hvítvínsedik
3 hvítlauksrif, smátt söxuð
1 msk fersk engifer, fínrifið (má sleppa)

  1. Skerið kjúklinginn í bita og setjið í pott.
  2. Blandið öllum hráefnunum saman í pott og hellið yfir kjúklinginn.
  3. Látið malla í um klukkustund eða þar til kjúklingurinn dettur auðveldlega í sundur.
    Berið fram með hrísgrjónum og hvítlauksbrauði.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.