Súkkulaðikaka í hollari kantinum

Home / Eftirréttir & ís / Súkkulaðikaka í hollari kantinum

Ný vika heilsar og hún byrjar einfaldlega svo miklu betur með sneið að lungamjúkri og volgri súkkulaðiköku. Þessi er reyndar í hollari kantinum með döðlum og möndlum – en bragðið er himneskt. Uppskriftin er að fyrirmynd döðlukökunnar af hinu góða matarbloggi Húsið við sjóinn.

 

Súkkulaðikaka í hollari kantinum
175 g döðlur
3 msk vatn
140 g möndlur
120 g dökkt súkkulaði
50 g sykur
3 msk hveiti, t.d. spelt
1 tsk vanilludropar
2 egg
1 tsk lyftiduft

  1. Leggið döðlurnar í bleyti í nokkrar mínútur til að mýkja þær.
  2. Saxið döðlurnar og látið þær ásamt 3 msk af döðluvatninu saman í skál.
  3. Saxið möndlur og súkkulaði og bætið saman við döðlurnar.
  4. Bætið því næst sykri, hveiti, vanilludropum, eggjum og lyftidufti saman við og blandið öllu vel saman.
  5. Setjið í smurt bökunarform og bakið í 150°c heitum ofni í um 40 mínútur.
    Berið fram með ís eða/og rjóma.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.