Kjúklingaréttur í grænni kókoskarrýsósu

Home / Fljótlegt / Kjúklingaréttur í grænni kókoskarrýsósu

Þessi dásemdar kjúklingaréttur er eins og þeir gerast bestir á asískum veitingastöðum. Fjölskyldumeðlimir munu undrast hæfileika ykkar, dásama þennan rétt og biðja um hann aftur fljótlega. Ekki skemmir að hann er einfaldur og fljótlegur í gerð. Í þennan rétt er tilvalið að nota það grænmeti sem þið eigið hverju sinni. Um daginn bætti ég við aspas, gulrótum og spínati og  einhverntímann notaði ég papriku. Leikið ykkur að vild – það mun ekki klikka.

Dásamlegur réttur sem tekur bragðlaukana í ferðalag til Tælands

 

Kjúklingur í grænni kókoskarrýsósu
Styrkt færsla
fyrir 4
600 g Rose poultry kjúklingabringur, skornar í bita
2 msk soyasósa, t.d. Dark soy sauce frá Blue dragon
1 msk hveiti
2 msk olía
4-5 msk grænt karrýmauk, t.d. Green curry paste frá Blue dragon
3 vorlaukar, saxaðir gróflega
3 hvítlauksrif, söxuð
1 msk engifer, saxað
1 dós kókosmjólk, t.d. Coconut milk frá Blue dragon
1 msk fiskisósa, t.d. Fish sauce frá Blue dragon
1 msk sykur
1/2 búnt basilíka, söxuð

 

  1. Veltið kjúklingabitunum upp úr 1 msk af soyasósu og því næst hveiti.
  2. Hitið olíu á pönnu við háan hita og steikið kjúklinginn þar til hann hefur brúnast eða í 3-5 mínútur. Takið kjúklinginn af pönnunni og geymið.
  3. Stillið á meðalhita og bætið karrýmaukinu á pönnuna. Hitið í um 1 mínútu eða þar til það er farið að ilma.
  4. Bætið því næst vorlauk, hvítlauk og engifer saman við og steikið í aðrar 2 mínútur. Bætið kjúklinginum út á pönnuna og blandið öllu vel saman. Hellið kókosmjólk, fiskisósu, 1 msk af soyasósu og sykri saman við og látið malla í 20 mínútur eða þar til kjúklingurinn er fulleldaður. Bætið að lokum basilíku saman við.
  5. Berið fram með hrísgrjónum.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.