Oreo ostakaka með Dumle karamellusósu

Home / Uncategorized / Oreo ostakaka með Dumle karamellusósu

Þessi kaka er ekki aðeins einföld í gerð heldur er hún himnesk á bragðið og slær alltaf í gegn. Kökuna er hægt að gera með 2-3 daga fyrirvara, því það er eins og hún verði bara betri eftir því sem dagarnir líða, sem er næstum óskiljanlegt. Mæli með að þið prufið þessa dásemd.

 

 

Oreo ostakaka með Dumle karamellusósu
Fyrir 8-10 manns
Styrkt færsla
24 Oreo kexkökur, muldar
85 g smjör, brætt
400 g Dumle karamellur
120 ml rjómi
70 g pekanhnetur, saxaðar
250 g Philadelpia rjómaostur
150 g sykur
3 egg
1 msk vanilludropar
100 g súkkulaði

  1. Blandið muldum Oreo kexkökum og bræddu smjöri saman og setjið í form (23cm).
  2. Setjið karamellurnar í pott ásamt rjóma og bræðið saman við vægan hita.
  3. Blandið söxuðu pekanhnetunum saman við karamelluna, hellið helmingnum af karmellunnblöndunni yfir kexbotninn. Látið í kæli. Geymið afganginn af karamellunni.
  4. Þeytið rjómaost, sykur, vanillu og bætið eggjunum saman við, einu í einu.
  5. Bræðið súkkulaðið og hellið varlega saman við rjómaostablönduna. Hellið þessu yfir kexbotninn og karamelluna.
  6. Bakið við 150°c heitan ofn í 60 mínútur.
  7. Kælið kökuna yfir nótt eða í að minnsta kosti 4 klukkustundir áður en hún er borin fram.
  8. Hellið afgangingum af karamellunni yfir kökuna.

 

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.