Besti jólaísinn með Toblerone súkkulaði og piparkökukurli

Home / Eftirréttir & ís / Besti jólaísinn með Toblerone súkkulaði og piparkökukurli

Ég hef tekið eftir því að margir halda að það sé mikið mál að útbúa ís, en svo er þó alls ekki eins og kemur berlega í ljós í þessari ofureinföldu og fljótlegu uppskrift. Ég held að í heildina hafi tekið um 10 mínútur að útbúa þessa uppskrift sem veldur ávallt mikla lukku. Hér er Toblerone ísinn vinsæli gerður enn dásamlegri með piparkökukurli. Njótið!

 

Besti jólaísinn!

 

Heimagerður ís með Toblerone súkkulaði og piparkökum
500 ml rjómi
4 egg
1 msk vanilludropar
hnífsoddur salt
8 msk flórsykur
150 g Toblerone
100 g piparkökur

  1. Þeytið egg og flórsykur vel saman þar til blandan er orðin létt og ljós.
  2. Bætið salti og vanilludropum saman við og hrært áfram.
  3. Saxið Toblerone súkkulaði og piparkökur í litla bita.
  4. Þeytið rjómann sér og blandið því öllu saman varlega með sleif.
  5. Setjið blönduna í form og í frysti.

Best er að gera ísinn kvöldinu áður.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.