Vanillubúðingur með karamellubotni og hvítu súkkulaði

Home / Eftirréttir & ís / Vanillubúðingur með karamellubotni og hvítu súkkulaði

Ein af fjölskylduhefðum okkar á aðfangadag snerist í kringum þennan skemmtilega eftirrétt. Grauturinn var settur í skálar og í eina skálina var látin heil mandla. Svo kom annar aðili en sá sem lét möndluna i skálina og lét á borð þannig að enginn vissi hvar mandlan væri falin.

Svo gæddum við okkur á ljúffenga grautnum og það var alltaf mikil spenna að sjá hver myndi nú fá möndlugjöfina. Mig minnir nú að oftast hafi bróðir minn unnið en hann er þekktur fyrir að vera heppinn í spilum. En þetta er skemmtileg hefð sem er enn viðhaldið af mömmu minni.

Ég hef margsinnis reynt að gera graut eins og mamma gerir hann en án árángurs. Hann er alltaf bestur þar og því hef ég gefist upp á að reyna og býð mér bara í mat til hennar. Hinsvegar hef ég gert ýmiskonar útgáfur af þessum skemmtilega eftirrétti og þrátt fyrir að hér sé ekki um að ræða grjónagraut…reyndar langt frá því að þá má nú alveg þykjast.

Uppskriftin er einföld og hátíðleg og birtist í matreiðsluþættinum Ilmurinn úr eldhúsinu sem sýndir voru í Sjónvarpi símans.

 

 

Vanillubúðingur með karamellubotni
Fyrir 6-8
Karamellubotn
150 g sykur
50 g möndur
100 g haframjöl
50 g möndlumjöl

Fylling
250 g Philadelphia rjómaostur
250 ml 18 % sýrður rjómi, t.d. frá Mjólka
250 ml rjómi
3 msk flórsykur
1 vanillustöng
2 msk ljóst síróp

Toppur
kirsuberjasósa
hvítt súkkulaði

  1. Setjið sykur á pönnu og bræðið þar til hann er orðinn gylltur á lit.
  2. Saxið möndlur gróflega á meðan. Þegar sykurinn er tilbúinn takið þá af pönnunni og bætið söxuðum möndlum, haframjöli og möndlumjöli út í.
  3. Blandið vel saman á pönnunni. Hellið á bökunarpappír og dreyfið vel úr blöndunni. Kælið. Brjótið niður og setjið í eftirréttaglösin.
  4. Gerið því næst fyllinguna. Hrærið rjómaost og sýrðan rjóma saman. Best er að nota sýrðan rjóma með háa fituprósentu og ég mæli með 18% sýrðum rjóma frá Mjólku.
  5. Bætið fræjum úr vanillustöng saman við ásamt flórsykri og sírópi og hrærið saman.
  6. Hrærið rjóma í annarri skál. Blandið síðan varlega samman við með sleif. Deilið fyllingunni á glösin yfir karamellubotninn.
  7. Hellið að lokum kirsuberjasósu yfir fyllinguna og skreytið með rifnu hvítu súkkulaði. Geymið í kæli þar til eftirrétturinn er borinn fram.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.