Mexíkósk tómat- og paprikusúpa með nachos chilí og fetamulningi

Home / Fljótlegt / Mexíkósk tómat- og paprikusúpa með nachos chilí og fetamulningi

Súpur geta verið hinn besti veislumatur og góður valkostur þegar valið stendur um eitthvað hollt og gott sem mettir marga munna. Hér er súpa sem er aðeins breytt en kemur upprunarlega úr smiðju meistara Jaimie Oliver. Súpan er einföld í gerð og alveg hrikalega góð!

 

Það er svo gaman að bera fram allskonar meðlæti með súpu þar sem hver velur sína “topping”

 

Tómatsúpa með chilí nachos, fetamulningi og jalapenos jógúrtsósu
Fyrir 4-6
2 msk ólífuolía
1 búnt vorlaukur, skorinn smátt
1 búnt kóríander (stilkar), ferskt
4 hvítlauksrif, pressuð
450 g grillaðar paprikur, í krukku
2 dósir saxaðir tómatar
850 ml vatn, soðið

Jógúrtsósa
250 ml ab mjólk t.d. frá Mjólka
2 tsk saxað jalapenos
1/2 búnt mynta, fersk

Chilí nachos
1 poki tortillur
1-2 græn eða rauð chilí
mozzarellaostur, rifinn

Borið sem meðlæti
1 avacado, þroskað
kóríander (lauf)
1 askja kirsuberjatómatar, skornir í tvennt
1 rautt chilí, skorið í sneiðar
1/2 krukka fetaostur með kryddolíu, t.d. frá Mjólka

 

  1. Setjið olíu í pott og steikið vorlaukinn. Bætið stilkunum af kóríander út á pönnuna en geymið laufin. Bætið þá hvítlauk saman við ásamt grilluðum paprikum og tómötum í dós.
  2. Hellið 850 ml af sjóðandi vatni saman við og saltið. Látið malla.
  3. Gerið chilí nachos með því að setja nachos flögur á ofnplötu með smjörpappír, chilí yfir það og strá mozzarella osti yfir allt. Setjið í 200°c heitan ofn þar til osturinn er bráðinn.
  4. Setjið ab mjólk og jalapeno, smá af vökvanum sem jalapeno liggur í ásamt ferskri myntu í blandara. Maukið og setjið í skál.
  5. Maukið súpuna með töfrasprota og bætið safa af hálfri límónu og saltið og piprið að eigin smekk.
  6. Hellið í skálar og berið fram með chili nachos, jógúrtsósu og niðurskornu meðlæti í skálum.

 

Þessi færsla er styrkt

Leave your comment to Cancel Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.