Eggaldinsalat með furuhnetum og sólþurrkuðum tómötum

Home / Grænmetisréttir / Eggaldinsalat með furuhnetum og sólþurrkuðum tómötum

Einfalt og gott salat sem hentar vel sem forréttur, létt grænmetismáltíð eða sem meðlæti með góðri steik. Hér fara hollusta og gott bragð vel saman. Njótið vel!

 

Litríkt – fallegt – bragðgott
Eggaldinsalat með furuhnetum og sólþurrkuðum tómötum
1/2 eggaldin, skorið í þunnar sneiðar langsum
3-5 msk extra virgin ólífuolía, t.d. frá Philipo Berio
1 poki veislusalat eða klettasalat
3 msk furuhnetur
1 dl sólþurrkaðir tómatar, smátt skornir
1/2 granatepli
6 msk extra virgin ólífuolía
2 msk balsamikedik, t.d. frá Philippo Berioa
sjávarsalt og pipar
  1. Penslið eggaldin sneiðarnar með ólífuolíu.
  2. Setjið olíu á pönnu og steikið eggaldinsneiðarnar í nokkrar mínútur á hvorri hlið. Bætið við olíu eftir þörfum. Takið af pönnunni.
  3. Setjið salat í skál. Skerið eggaldin í tvennt og setjið yfir salatið. Hrúgið salatinu á fat. Rífið eða skerið eggaldinsneiðar í tvennt og raðið ofan á.
  4. Látið þá sólþurrkaða tómata og furuhnetur yfir allt.
  5. Hrærið ólífuolíu og balsamikediki saman í skál og hellið yfir salatið. Saltið og piprið og njótið.

*Styrkt færsla

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.