Stökkir sætkartöfluklattar með fetaostarjómasósu og út að borða fyrir tvo á Grillmarkaðinn

Home / Fljótlegt / Stökkir sætkartöfluklattar með fetaostarjómasósu og út að borða fyrir tvo á Grillmarkaðinn

Grillmarkaðurinn og Allegrini vínhús á Ítalíu, efna til matarveislu dagana 16.- 17. febrúar 2018.
Hrefna Sætran og matreiðslumenn Grillmarkaðarins hafa sett saman 9 rétta matarveislu í tilefni heimsóknar Francesco Allegrini sem hefur sérvalið vín með hverjum rétti. Allegrini er meðal virtustu og áhrifamestu vínhúsa Ítalíu. Vín þeirra hafa notið mikilla vinsælda bæði hér á landi ogum heim allan og eru þau margverðlaunuð, meðal annars var Allegrini valið besta vínhús Ítalíu árið 2016.

Francesco mun leiða gesti Grillmarkaðarins um leyndardóma Allegrini, en hann er sonur Franco sem er aðalvíngerðarmaður og eigandi vínhússins. Einstök upplifun á einstöku verði.
Nánari upplýsingar í síma 571-7777.

Í samstarfi við Grillmarkaðinn langar okkur að bjóða einum lesanda GRGS og hans vini í þessa mögnuðu matar og vínupplifun. Til að eiga möguleika á vinningi þarftu að vera vinur GulurRauðurGrænn&salt á Facebook og Instagram og merkja þann sem þú myndir vilja bjóða með þér undir færslunni annaðhvort á Fb eða Insta. Þetta verður frábært og ég mun ekki láta mig vanta.

 

En að öðru því hér á ferðinni er þvílík snilldar uppskrift af stökkum sætkartöfluklöttum með festaostarjómasósu sem hentar frábærlega sem meðlæti eða sem léttur réttur t.d. í dögurðina. Ótrúlega einfalt og virkilega gott. Þið getið bætt við kryddum að eigin smekk eins og ítölsku kryddi eða gert þetta bragðmeira með chilíkryddi. Eins er sósan góð með öðrum mat.

 

Virkilega bragðgóðir klattar og sósan hreint út sagt mögnuð

 

Stökkir sætkartöfluklattar með fetaostarjómasósu
Styrkt færsla
Fyrir 4-6
2 sætar kartöflur
4 egg
1 msk hveiti (má nota t.d. spelt eða hveitiklíð)
salt og pipar
ólífuolía til steikingar

Fetaostarjómasósa
1 dl rjómaostur
1 dl 18% sýrður rjómi, t.d. frá Mjólka
100 g fetaostur í kryddolíu, t.d. frá Mjólka
ólífuolía
salt og pipar

  1. Skrælið kartöflurnar og rífið gróflega með rifjárni. Blandið eggjum og hveiti saman við blandið vel saman. Kryddið með salti og pipar. Mótið í klatta.
  2. Setjið 2-3 msk af olíu á pönnu og hitið vel. Steikið klattana við meðalhita (ef það er of mikill hiti geta þær auðveldlega brunnið að utan en verið hráar að innan).
  3. Gerið fetaostasósuna með því að láta rjómaost, sýrðan rjóma og fetaost í matvinnsluvél eða blandara og blanda vel saman.
  4. Bætið smá ólífuolíu af fetaostinu saman við eftir þörfum til að þynna og saltið og piprið.
  5. Berið fram með salati eða sem meðlæti með góðum kjötrétti.

Með þessum rétti mælum við með góðu hvítvíni eins og til dæmi Allegrini Soave 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.