Ég er svo spennt að kynna ykkur fyrir þessum dásamlega eftirrétti. Ég fjallaði um hann á Instastory í gær og viðbrögðin létu ekki á sér standa – lesendur voru jafn spenntir og ég.
Þeir sem horfðu á matreiðsluþáttinn Ilmurinn úr eldhúsinu sem voru sýndir á sjónvarpi Símans fyrir jól muna eflaust eftir humarvefjunum sem ég gerði í þeim þætti og slógu algerlega í gegn enda snilldar uppskrift þar á ferðinni. Hér erum við með svipaða hugmynd nema nú í formi eplaköku. Jebbs – og ekki bara eplaköku heldur ótrúlega góðri eplaköku. Prufið og munið að láta vita hvernig ykkur líkaði.
Yndisleg eplavefja með kanilsykri!
Eplakökuvefja
6 sneiðar samlokubrauð
1 bolli sykur + 3 msk kanill
100 g smjör, brætt
2 epli, skorin í litla bita
súkkulaðirúsínur (má sleppa)
- Skerið skorpuna frá og fletjið brauðið út með kökukefli. Dýfið brauðsneiðunum í smjörið báðu megin.
- Raðið eplabitum á miðju brauðsins og stráið kanilsykri yfir eplin. Ef þið viljið hafa þetta extra gúrm raðið nokkrum súkkulaðirúsínum yfir eplin. Rúllið brauðinu upp og raðið á ofngrind.
- Setjið inn í 175°c heitan ofn í 15 mínútur eða þar til skorpan er gullin og eplin farin að mýkjast.
- Takið úr ofni og raðið á disk. Berið fram með ís og/eða rjóma og stráið kanilsykri yfir vefjurnar.
Ekki missa af neinu! Fylgið GRGS á Instagram & Facebook.
Leave a Reply