Hin fullkomna kaka fyrir kvöldkaffið

Home / Kökur & smákökur / Hin fullkomna kaka fyrir kvöldkaffið

Er það bara ég eða eru fleiri með sjúklega nostalgíu fyrir kvöldkaffi. Eitthvað nýbakað, sem ilmar dásamlega, kannski smá óhollt, rétt áður en þú ferð að bursta tennurnar. Þessi vanillukaka með kanilfyllingu inniheldur sýrðan rjóma sem kemur í veg fyrir að hún verði þurr ein og margar kökur af svipuðum toga. Þessi er svvvooo mjúk, ilmar dásamlega og bragðast enn betur. Njótið!

 

 

 

Vanillukaka með kanilfyllingu
kanilfylling
60 g púðusykur
60 g hveiti
1 1/2 tsk kanill
40 g smjör

Kakan
170 g hveiti
1 tsk lyftiduft
1/2 tsk matarsódi
1/4 tsk salt
115 g smjör
150 g sykur
2 stór egg, við stofuhita
2 tsk vanilludropi
120 ml 5% sýrður rjómi, t.d. frá Mjólka

Vanilluglassúr
60 g flórsykur, sigtaður
1/2 tsk vanilludropar
2 msk rjómi (mjólk í neyð)

  1. Gerið kanilfyllinguna. Blandið púðursykri, hveiti og kanil saman í skál. Skerið smjörið í teninga og bætið saman við. Setjið í matvinnsluvél eða hnoðið saman með höndunum.
  2. Gerið þá kökudeigið. Hrærið hveiti, lyftidufti, matarsóda og salti saman. Setjið í skál og geymið. Hrærið smjörið þar til það er orðið létt og ljóst. Bætið sykri saman við og hrærið áfram. Stoppið vélina af og til að takið deigið af hliðinum með sleif og látið saman við. Hrærið þar til allt hefur blandast vel saman. Bætið þá eggjum saman við, einu í einu og hrærið á meðan. Setjið þá vanilludropa og sýrðan rjóma saman við.
  3. Hrærið hveiti, lyftidufti, matarsóda og salti saman og bætið saman við deigið hrærið eins lítið og þarf til að blanda öllu vel saman.
  4. Setjið smjörpappír i form ( 20×20 eða brauðform) og hellið helminginum af kökudeiginu í formið. Dreifið helmingnum af kanilfyllinguna yfir deigið, endurtakið. Setjið í 170°c heitan ofn í um 30 mínútur. Stingið prjóni í kökuna í lok bökunartímans ef ekkert deig kemur með honum er kakan tilbúin. Kælið lítillega.
  5. Gerið glassúrinn. Hrærið öllu saman og hellið yfir kökuna.

 

Þessi færsla er unnin í samstarfi við MJÓLKU.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.