Trapiche Oak Cask Malbec

Home / Bestu vínin / Trapiche Oak Cask Malbec
Malbec er þrúga sem upprunalega fannst aðeins í Frakklandi á árum áður. Berin eru svört með þunna húð og þurfa því meiri sól og hita miðað við þrúgur líkt og Cabernet Sauvignon og Merlot til að þroskast. Árið 1956 fór hinsvegar allt í skrúfuna hjá Malbec bændum í Frakklandi en þar var veturinn svo langur og kaldur að um 75% af öllum Malbec plöntunum í Frakklandi lifðu hann ekki af. Malbec þrúgan var hreinlega heppin að þurrkast ekki út á þessum slóðum en staðreyndin er sú að fram að þessu var Malbec stærsta þrúgan í Bordeaux.
Blessunarlega hafði Domingo Faustino Sarmiento, háttsettur maður í Argentínu ráðið franskan mann til vinnu um miðja 19. öld til að koma með plöntur til vínræktunar frá Frakklandi til Argentínu. Sá franski kom með Malbec, sem var örugglega það besta sem gat komið fyrir Argentínu en þar er hitinn töluvert hærri og aðstæður að mörgu leyti betri fyrir þrúguna en í heimalandinu. Síðan þá hefur Malbec verið nánast alfarið kennd við Suður-Amerísk lönd, aðallega Argentínu og Chile, þótt tegundin lifi enn á sínum heimaslóðum, sunnarlega í Bordeaux héraði.
Að þessu sögðu mæli ég hiklaust með að velja Malbec frá Argentínu eða Chile fram yfir Malbec frá Frakklandi þar sem skilyrðin til ræktunar eru mun hagstæðari og vínið þ.a.l. þéttara og bragðbetra.
Image result for Trapiche Oak Cask Malbec
Trapiche Oak Cask Malbec
4 stjörnur
Ef þú hefur aldrei smakkað Malbec frá Suður-Ameríku þá ert þú að missa af miklu! Þau eru ekki mjög misjöfn eins og þau eru mörg en þau einkennast af miklu bragði og mjög góðum verðmiða. Þar er Trapiche Oak Cask er engin undantekning. Vínið springur uppí manni við fyrsta sopa og maður fær einfaldlega ekki nóg. Frábært steikarvín á litlar 2050. kr í Vínbúðinni. Ef ég fæ mér rauðvínsglas á virkum degi, sem gerist frekar oft, þá verður Malbec mjög oft fyrir valinu. Ég ætla að gerast svo djarfur og tilnefna þetta vín mánudagsvín vínperrans. – HMB.

 

 

 

Hafliði Már er flugmaður hjá WOW og mikill matgæðingur ásamt því að vera áhugamaður um góð vín. Hans markmið er að aðstoða lesendur við að finna gæðavín á góðu verði – svona faldar perlur. Lesendur geta treyst því að þegar Hafliði mælir með einhverju þá er það „magic“!

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.