George Wyndham Bin 555 Shiraz
Við ætlum ekkert að flækja hlutina hér. George Wyndham Bin 555 Shiraz er hreinræktaður Ástrali, bragðsterkur, stútfullur af eik og mjög gott “value for money”.
Afi minn Svenni varð svo lánsamur um daginn að verða 85 ára gamall og að sjálfsögðu héldum við fjölskyldan uppá það með “sumargrilli” og öllu tilheyrandi. Pabbi minn skellti nokkrum lambalærum á grillið og ég ákvað að bjóða Bin 555 með í partíið.
Ástralar grilla mjög mikið að staðaldri og smakkast vínin þeirra alveg eftir því, Bin 555 sló heldur betur í gegn og var hrókur alls fagnaðar. Það er yfirleitt mjög mikið og gott bragð af góðum grillmat og þá er lykillinn að reyna að finna vín sem er einnig bragðsterkt svo maður finni fyrir það fyrsta bragð af því en það má samt ekki vera of bragðmikið þannig að það yfirgnæfi bragðið af máltíðinni.
Bin 555 með grillmat er algjört stöngin inn og það er einnig á frábæru verði þannig að það er gott til magninnkaupa fyrir t.d. stórar grillveislur. Eins og afi Svenni segir, það eru forréttindi að fá að eldast en það er einfaldlega skemmtilegra með gott rauðvín í glasi. Verðið er 2.499 kr í Vínbúðinni 4.4*
Leave a Reply